fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Áhugaverður ársreikningur í Vesturbænum opinberaður – Launin hækka mikið milli ára

Helgi Fannar Sigurðsson
Föstudaginn 7. mars 2025 11:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Knattspyrnudeild KR hefur gefið út ársreikning fyrir árið 2024 og eins og gefur að kynna er ýmislegt sem athyglisvert er að rýna í.

Deildin skilaði um 11,7 milljóna króna hagnaði í fyrra, en til samanburðar var hagnaðurinn um 27,7 milljónir 2023. Tekjur félagsins, sem koma frá miðasölu, samstarfsaðilum, útsendingarétti, félagaskiptum, söluvarningi og veitingum og öðrum tekjum, námu 384,5 milljónum og vó það síðastnefnda þyngst eða hátt í 208 milljónir.

Það má sjá að laun og launatengd gjöld hækka mikið milli ára. Tæpar 167 milljónir fóru í þennan kostnaðarlið 2023 en um 227 milljónir í fyrra.

Deildin tók þá yfirdrátt upp á tæpa 21 milljón 2024 og er það hækkun milli ára, en yfirdráttur var rúmar 17 milljónir 2023.

Veltan er varðar keypta og selda leikmenn hækkar mikið milli ára. KR keypti leikmenn fyrir tæpar 24 milljónir árið 2024 en seldi þó fyrir um 13,5 milljónir meira, eða um 37,5 milljónir. Til samanburðar keypti KR fyrir um 6 milljónir í fyrra en seldi fyrir 1,75 milljónir.

Eigið fé knattspyrnudeildar KR í árslok 2024 var neikvætt um 50,5 milljónir. Stjórnin leggur til að hagnaðurinn verði færður til hækkunar á eigið fé.

Karlalið KR hafnaði í 8. sæti Bestu deildarinnar á síðustu leiktíð en horfir til betri vegar með Óskar Hrafn Þorvaldsson í brúnni. Kvennalið félagsins hefur verið í mikilli lægð undanfarin ár en kom sér upp úr þriðju efstu deild í fyrra og í Lengjudeildina.

Ársreikingurinn í heild

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea

Bournemouth á eftir leikmanni Chelsea
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn

Skytturnar vilja enn einn leikmanninn
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum

Áframhaldandi fíaskó í Hafnarfirði: Andstæðingurinn hjólar í KSÍ sem útskýrir sína hlið – Mega búast við þungum refsingum
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard

Saka frá fram yfir landsleikjahlé en óvissa með Ödegaard
433Sport
Í gær

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“

Drogba tjáir sig um mögulega komu Garnacho: ,,Snýst um ást“
433Sport
Í gær

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“

Arteta um meiðslin: ,,Stórmál að hann hafi farið af velli“
433Sport
Í gær

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“

Stjarnan sjálf hitti einn umdeildasta söngvara heims: Er oft gagnrýndur fyrir dólgslæti – ,,Svo vinalegur náungi“
433Sport
Í gær

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni

Útilokar ekki að heyra í Klopp á næstunni