fbpx
Föstudagur 09.maí 2025
Pressan

Lík bresks kaupsýslumanns fannst í „ananaspoka“

Pressan
Miðvikudaginn 5. mars 2025 21:17

Campbell Scott. Mynd:Fico

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lík bresks kaupsýslumanns, sem hét Campbell Scott, fannst í ananaspoka í Nairóbí, höfuðborg Kenía, nýlega. Leigubílstjóri hefur verið handtekinn vegna málsins.

Sky News segir að Scott, sem var frá Dunfermline í Fife í Skotlandi, hafi síðast sést á lífi þegar hann sótti ráðstefnu á JW Marriot hótelinu í Naíróbí þann 16. febrúar.

Lík hans fannst í ananaspoka sem fannst í skógi um 100 kílómetra frá Naíróbí. Talsmaður lögreglunnar sagði The Standard Newspaper að búið hefði verið að stinga augun úr Scott og að eyrun hefðu verið skorin af honum og að líklega hafi hann verið pyntaður.

Talsmaðurinn sagði að auk fyrrgreindra limlestinga þá hefðu hendur Scott verið bundnar fyrir aftan bak áður en líkinu var troðið ofan í poka með ananas.

Leigubílstjóri og þjónn eru í haldi vegna rannsóknar málsins.

Scott starfaði hjá greiðslumatsfyrirtækinu Fico og var að sögn í viðskiptaferð í Kenía.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg

Sala á „gullvegabréfum“ dæmd ólögleg
Pressan
Fyrir 2 dögum

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA

Ætla að leggja 1.200 störf niður hjá CIA
Pressan
Fyrir 2 dögum

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin

Konan sem rændi Elizabeth Smart aftur handtekin
Pressan
Fyrir 2 dögum

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið

Sturluðustu færslunar sem Hvíta húsið hefur birt undanfarið
Pressan
Fyrir 3 dögum

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa

Segja þessa tillögu Trump þá heimskulegustu til þessa
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf

Tveggja barna móðir fannst heil á húfi 63 árum eftir að hún hvarf