fbpx
Föstudagur 02.maí 2025
Fréttir

Gagnrýnir formannsframbjóðendur Sjálfstæðisflokksins – „Er í lagi að bjóða upp á svona þvaður á alvörutímum í sögu Evrópu?“

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 2. mars 2025 10:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Óðinn Jónsson, fyrrverandi fréttastjóri RÚV, fer hörðum orðum um ræður formannsframbjóðenda á landsfundi Sjálfstæðisflokksins. Óðni misbýður afstaða frambjóðendanna til Evrópusambandsins.

„Auðvitað er áhugavert að á landsfundi flokks sem hefur státað sig af því að hafa séð til þess að Ísland varð meðal stofnaðila NATO skuli báðir formannsframbjóðendur keppast við að lýsa ákafri andstöðu við aðild að Evrópusambandinu,“ segir Óðinn og grípur fyrst niður í ræðu Guðrúnar Hafsteinsdóttur:

„Daginn eftir að forseti Bandaríkjanna afhjúpar stuðning sinn við Rússland Pútíns og reynir að niðurlægja forseta Úkraínu með ofbeldistilburðum segir annar frambjóðandinn, Guðrún Hafsteinsdóttir: „Það er ekkert skjól í Evrópusambandinu, en við eigum að styrkja böndin við okkar vinaþjóðir.“ Hvaða þjóðir eru það aðrar en Evrópusambandsþjóðirnar og Norðmenn, sem einmitt vilja auka samvinnu við Evrópusambandið, sem við eigum að styrkja tengsl okkar við? Bandaríkin?“

Áslaug Arna var síðan ekki síður fjandsamleg Evrópusambandinu í sinni ræðu:

„Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, hinn frambjóðandinn, er ekki síður einörð í því að útmála Evrópusambandið sem helstu ógn sjálfstæðis og velfarnaðar Íslands til framtíðar. Hún segir nýju ríkisstjórnina ætla að beita brögðum til að koma Íslandi inn í sambandið: „Það kemur á daginn að planið var að fórna auðlindum okkar, fullveldi og sjálfstæði fyrir inngöngu í Evrópusambandið og við höfnum slíkum hugmyndum.““

Orðræða að hætti öfgaflokka

Óðinn segir að orðræða af þessu tagi tíðkist hvergi nema á öfgafyllstu bæjum:

„Hvar erum við stödd? Er í lagi að bjóða upp á svona þvaður á alvörutímum í sögu Evrópu? Hvergi annars staðar í Evrópu er klappað fyrir svona orðræðu – nema á aðalfundum AfD og á samkomum Fidesz til sveita í Ungverjalandi. Er þetta málflutningurinn sem Sjálfstæðisflokkurinn ætlar að beita þegar kemur að því að móta utanríkisstefnu þar sem ekki er hægt að einblína á stuðning eða vernd Bandaríkjanna?“

Hann telur síðan allt annan og betri brag hafa verið á kveðjuræðu Þórdísar Kolbrúnar Reykfjörð Gylfadóttur, fráfarandi varaformanns flokksins, sem lýsti því yfir að bandarísk stjórnvöld væru ekki lengur málsvarar raunverulegs frelsis:

„Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir skilur a.m.k. hvað er að gerast og talar af meira raunsæi en virðist almennt leyfast í Sjálfstæðisflokknum: „Núverandi stjórnvöld í Bandaríkjunum eru ekki málsvarar raunverulegs frelsis.“ Þetta er það sama og kunningi hennar Kaja Kallas, utanríkismálastjóri ESB og fyrrverandi forsætisráðherra Eistlands, sagði eftir útreiðina sem Selenskí fékk hjá þeim Trump og Vance. En Þórdís Kolbrún er að kveðja og leyfir sér að tala skýrt. Hún verður ekki formaður Sjàlfstæðisflokksins heldur einhver sem hefur meiri áhyggjur af lýðræðisógninni sem felst í of nánu samneyti við Vestur-Evrópuþjóðir en af Bandaríkjum Trump og vinum hans í Moskvu. Hvenær fáum við þroskaðri umræðu um stöðu Íslands í umheiminum?“

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““

Siggi stormur veltir fyrir sér verðyfirlýsingum Bónus – „Einu sinni var talað um „hækkun í hafi““
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu

Langt bataferli framundan hjá Maríu Sigrúnu
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum
Syndis kaupir Ísskóga
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“

Segir margt kunnuglegt í áróðri SFS og minnir á hvernig fór fyrir Seyðisfirði – „Þetta er beinlínis siðlaus framsetning.“
Fréttir
Í gær

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks

Gamalt viðtal við njósnarann Jón Óttar vekur athygli eftir umfjöllun Kveiks
Fréttir
Í gær

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“

Segir að þýski risinn á Kefavíkurflugvelli sé að veita íslenskum framleiðslufyrirtækjum rothögg í trássi við skilmála útboðs – „Reksturinn stórskaðast“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað

Tíð veikindaleyfi hjá starfsmönnum Vesturmiðstöðvar – Fullyrðingum um myglu hafnað
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos

Rifjar upp skriflega ásökun gegn Arnari sem send var samskiptaráðgjafa ÍSÍ – Kvittuð með tilbúnu nafni og númeri Dominos