fbpx
Sunnudagur 24.ágúst 2025
433Sport

Byrjar með sinn eigin hlaðvarpsþátt – Sprengja strax í fyrsta þætti

Victor Pálsson
Laugardaginn 1. mars 2025 20:41

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

John Terry, fyrrum fyrirliði Chelsea og goðsögn félagsins, er að fara af stað með sinn eigin hlaðvarpsþátt en hann hefur sjálfur staðfest þær fregnir.

Terry er 44 ára gamall í dag og er dágóður tími síðan hann lagði skóna á hilluna og ætlar nú að feta í fótspor margra fyrrum kollega sinna.

Samkvæmt enskum miðlum verður fyrsti hlaðvarpsþátturinn alvöru sprengja en enginn annar en Jose Mourinho verður gestur.

Mourinho og Terry voru lengi saman hjá Chelsea en sá fyrrnefndi er í dag þjálfari Fenerbahce í Tyrklandi.

Fyrrum liðsfélagar Terry eins og Gary Neville, Rio Ferdinand og John Obi Mikel eru allir með sinn eigin hlaðvarpsþátt sem hafa náð vinsældum og vill hann feta í sömu spor.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum