fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Landhelgisgæslan tók völdin um borð í íslensku skipi

Ritstjórn DV
Föstudaginn 28. febrúar 2025 15:30

Mynd: Landhelgisgæslan

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Í tilkynningu frá Landhelgisgsælunni kemur fram að hún hafi neyðst til að taka íslenskt skip með valdi í gærmorgun.

Í tilkynningunni segir að varðstjórar í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar hafi orðið þess áskynja við hefðbundna vöktun í gærmorgun að íslenskt skip væri á siglingu norðan við landið án þess að vera með gilt haffærnisskírteini auk þess sem grunur hafi leikið á að lögskráning skipstjórans um borð væri ekki fullnægjandi. Óskað hafi verið eftir því að skipið sneri aftur til upphaflegrar hafnar. Þeir sem voru um borð hafi hafnað því og ekki viljað fylgja fyrirmælum Landhelgisgæslunnar.

Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar hafi því verið kölluð út til að flytja tvo stýrimenn um borð í skipið. Þegar komið var að skipinu hafi  stýrimennirnir tveir sigið um borð og tilkynnt áhöfninni að þeir væru þangað komnir til að fylgja skipinu til hafnar. Þegar í land var komið hafi lögregla tekið á móti áhöfninni og tekið af henni skýrslu. Segir að lokum að rannsókn málsins sé í höndum lögreglunnar á Norðurlandi-Eystra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“