fbpx
Mánudagur 20.október 2025
433Sport

Lineker leggur til hagstæða lausn á vandamálum Arsenal

Helgi Fannar Sigurðsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2025 13:00

Gary Lineker. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal á að reyna við Liam Delap, framherja Ipswich, í sumar. Þetta segir sparkspekingurinn og knattspyrnugoðsögnin Gary Lineker.

Það er öllum ljóst að Arsenal sárvantar framherja, sér í lagi í kjölfar meiðslakrýsu á þessari leiktíð. Stór nöfn hafa verið orðuð við félagið en Lineker nefnir ódýrari kost í Delap, sem hefur skorað 10 mörk fyrir nýliða Ipswich í ensku úrvalsdeildinni í kjölfar skipta frá Manchester City í sumar.

Liam Delap.

„Þú ert með menn eins og Victor Osimhen sem myndi klárlega skora mörk fyrir þá. Það versta er að allur heimurinn veit að Arsenal þarf framherja þannig leikmenn sem myndu kosta 60-70 milljónir punda kosta þá 100-110 milljónir,“ segir Lineker.

„Mér var það ljóst fyrir tímabil að Arsenal þyrfti framherja úr efstu hillu og ég myndi fara í Delap. Hann er ungur og á enn eitthvað inni en hefur skorað töluvert á leiktíðinni. Ég er mjög hrifinn af honum,“ segir Lineker enn fremur.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn

Skelfilegt slys skekur Bretland – Sonur goðsagnar látinn
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag

Sögusagnir um að stórtíðinda sé að vænta úr Kópavogi í dag
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu

Slot í brasi og Klopp tjáir sig um hugsanlega endurkomu
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum
Potter tekinn við
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku

Stefán Einar svekktur með Íslendinga í kjölfar þess sem hann varð vitni að í síðustu viku
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum

Kristján Óli segir þetta hafa verið ljótu ummælin sem urðu til þess að allt sauð upp úr í Vesturbænum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum

Eftir umræðu síðustu ára fannst Frey sérstaklega jákvætt að sjá þetta í landsleikjum Íslands á dögunum
433Sport
Fyrir 2 dögum

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram

Telur að Túfa verði áfram þó margir haldi öðru fram