fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
433Sport

Aron viðurkennir að hafa ætlað sér stærri hluti – „Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd“

433
Laugardaginn 8. febrúar 2025 14:30

Mynd: Valur

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Aron kom heim úr atvinnumennsku og gekk í raðir Vals fyrir tímabilið 2022. Markmiðið þá var að sækja Íslandsmeistaratitilinn aftur á Hlíðarenda en það hefur ekki tekist að vinna neinn bikar á tíma Arons þar.

video
play-sharp-fill

„Mér fannst mjög spennandi að koma heim og reyna að hjálpa við að snúa þessu við. Það gekk ekki betur en svo að við enduðum sæti neðar árið eftir,“ sagði Aron, en Valur hafnaði í 6. sæti 2022.

„Það er mesta pressan þarna, það er bara staðreynd. Þetta er ekki fyrir alla. Þú þarft að vera karakter og með mikið sjálfstraust. Ég var að vonast til að geta hjálpað klúbbnum að fara aftur að vinna titla en það hefur ekki gengið nógu vel. Við höfum ekkert unnið frá því ég kom og það er auðvitað ekki gaman.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad

England: Tottenham náði í frábæran sigur á Etihad
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“

Stjóri Brentford um Wissa: ,,Hann skuldar mér“
433Sport
Í gær

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn

Vestri bikarmeistari í fyrsta sinn
433Sport
Í gær

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum

Sjáðu ótrúlegt mark í bikarúrslitunum
Hide picture