fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
433Sport

Aron opnar sig um brottrekstur Arnars: Fann til mikillar ábyrgðar – „Einhver deyfð yfir þessu“

433
Laugardaginn 8. febrúar 2025 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Aron Jóhannsson, leikmaður Vals, var gestur í nýjasta þætti Íþróttavikunnar á 433.is. Helgi Fannar Sigurðsson og Hrafnkell Freyr Ágústsson hafa umsjón með þættinum.

Það var farið yfir síðustu leiktíð hjá Val, en liðið hafnaði í 3. sæti Bestu deildarinnar, náði Evrópusæti en var 18 stigum frá toppliði Breiðabliks. Þá var Arnar Grétarsson rekinn úr starfi þjálfara á miðju tímabili og Srdjan Tufegdzic, Túfa, tók við.

video
play-sharp-fill

„Þegar við förum að sjá það að við eigum ekki lengur möguleika á titlinum fer þetta að súrna, bara hjá öllum. Við förum að tapa leikjum og pirra okkur á hlutunum, vorkenna sjálfum okkur sem á ekkert að gerast. Það er erfitt fyrir þá sem stjórna klúbbnum að losa allt liðið. Þá liggur beinast við að breytingin verði á þjálfarateyminu. Stundum virkar það, stundum ekki,“ sagði Aron um þjálfaraskiptin.

Það er ekki hægt að segja að gengi Vals hafi batnað eftir að Túfa tók við.

„Liðið var bara í slæmu standi þegar Túfa kom inn, margir meiddir og einhver deyfð yfir þessu. Of margir sjálfstraustslausir. Maður sér endalaust að þegar það kemur nýr þjálfari rífa menn sig í gang í nokkra leiki en svo fórum við bara aftur í sama farið og með Adda,“ sagði Aron.

„Mér finnst aldrei gaman þegar þjálfari er rekinn. Við upplifum að það sé okkur að kenna og maður tekur mikla ábyrgð á því og þykir það leiðinlegt. Þjálfarinn er rekinn því við erum ekki að standa okkur. En þetta er samspil margra þátta.“

Umræðan í heild er í spilaranum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum
David endar á Ítalíu
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu

Byrjuð að þéna meira en eiginmaðurinn í fyrsta sinn í hjónabandinu
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea

Enn einn markmaðurinn orðaður við Chelsea
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Kjartan Már keyptur til Skotlands

Kjartan Már keyptur til Skotlands
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“

Karólína játar að allt hafi verið klárað fyrir nokkrum vikum – „Verst geymda leyndarmál sem til er“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo

Arsenal fær góð tíðindi ef félagið vill kaupa Rodrygo
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“

Jurgen Klopp tjáir sig um andlát Diogo Jota – „Gaf frá sér ást og hugsaði vel um eiginkonu sína og börn“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?

Myndir: Þorsteinn og Þorvaldur í djúpum þönkum eftir vonbrigðin í gær – Hvað fór þeirra á milli?
433Sport
Í gær

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“

Jóhann Berg og fjölskylda spennt fyrir nýju lífi í Abu Dhabi – „Mér fannst ég þurfa að stökkva á þetta“
433Sport
Í gær

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu

Sindri spyr hvort íþróttafréttamenn taki með silkihönskum á kvennalandsliðinu
Hide picture