fbpx
Sunnudagur 19.október 2025
Pressan

Syrgjandi mæður úthúða stjörnunni

Pressan
Laugardaginn 1. febrúar 2025 21:00

Selena Gomez. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hin heimsfræga, bandaríska söng- og leikkona Selena Gomez sætir harðri gagnrýni fyrir milligöngu starfsliðs Donald Trump Bandaríkjaforseta frá mæðrum sem orðið hafa fyrir því að dætur þeirra þeirra hafi verið myrtar af ólöglegum innflytjendum. Tilefnið er að Gomez sem er af mexíkóskum ættum birti myndband af sjálfri sér þar sem hún grét vegna þess að stjórnvöld hafa síðan Trump tók við forsetaembættinu gengið hart fram við að handsama ólöglega innflytjendur og reka þá úr landi. Gomez lýsti vonleysi og sorg í myndbandinu en starfslið Trump brást við með því að gera myndbönd þar sem mæðurnar úthúða stjörnunni og saka hana um að vanvirða minningu hinna myrtu og að gráta ekki yfir dauða þeirra.

NBC fjallar um málið en þar kemur fram að Karoline Leavitt blaðafulltrúi Hvíta hússins hafi birt myndbandið á samfélagsmiðlum en í því má sjá búta úr myndbandi Gomez sem var eytt af samfélagsmiðlum hennar eftir þau harkalegu viðbrögð sem það fékk.

Í myndbandi Hvíta hússins má sjá Tammy Nobles en dóttur hennar Kathy Hamilton var nauðgað og hún í kjölfarið myrt af ólöglegum innflytjanda frá El Salvador.

Blekking

Nobles spyr í myndbandinu af hverju Gomez tali ekki um fórnarlömb ólöglegra innflytjenda og sagði hana ekki vita fyrir hverja hún væri að gráta.

Önnur móðir, Patty Morin, segir í myndbandi Hvíta hússins að Gomez hafi reynt að blekkja fólk og afla samúðar til að koma á lögleysu í Bandaríkjunum. Dóttir Morin, Rachel Morin, var fimm barna móðir en hún var myrt af ólöglegum innflytjanda frá El Salvador en hann hafði flúið til Bandaríkjanna frá heimalandinu þar sem hann var grunaður um morð á ungri konu.

Þriðja móðirin í myndbandinu Alexis Nungaray varð fyrir því að tveir karlmenn sem eru ólöglegir innflytjendur myrtu 12 ára dóttur hennar, Jocelyn.

Nungaray segir erfitt að trúa því sem Gomez hefði sagt í sínu myndbandi þar sem hún væri leikkona. Í myndbandinu lýsir hún yfir mikilli ánægju með stefnu Trump í innflytjendamálum. Nobles og Morin gagnrýna að mjög hefði skort á samúð í þeirra garð sem og áhyggjur af því sem henti dætur þeirra. Allt of fáir hafi grátið vegna dauðdaga þeirra.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn

Tveggja barna faðir fann jónu í vinnunni – Tveimur tímum síðar var hann látinn
Pressan
Fyrir 2 dögum

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína

UFC-goðsögnin talin glíma við óvenjulegan geðsjúkdóm eftir að hafa ítrekað ráðist á móður sína
Pressan
Fyrir 3 dögum

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana

Móðir sótti ekki soninn til barnapíunnar – Áratugum seinna voru borin kennsl á hana
Pressan
Fyrir 3 dögum

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa

Járnfrúin sögð hafa haldið framhjá tvisvar og átt í sérstöku sambandi við náinn ráðgjafa
Pressan
Fyrir 5 dögum

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni

Gekk á milli lækna en enginn vissi hvað var að – Fékk svarið þegar hann lýsti einkennunum fyrir gervigreindinni
Pressan
Fyrir 5 dögum

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife

Svikakvendi sem rændi 40 milljónum af aldraðri konu sagt dveljast á Tenerife
Pressan
Fyrir 6 dögum

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn

Sextug kona lést í furðulegu slysi þegar hún var að þvo bílinn sinn
Pressan
Fyrir 6 dögum

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað

Stakk móður sína til bana en orð lítils barns nísta hjartað