fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
433Sport

Senda fyrirspurn til United vegna Casemiro

Helgi Fannar Sigurðsson
Þriðjudaginn 28. janúar 2025 12:30

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska félagið Roma hefur spurst fyrir um Casemiro, miðjumann Manchester United, samkvæmt Sky Sports.

Casemiro gekk í raðir United frá Real Madrid 2022 á 70 milljónir punda og byrjaði vel. Hann hefur hins vegar lítið getað undanfarin ár.

Brasilíski miðjumaðurinn er aftarlega í goggunarröðinni hjá Ruben Amorim á Old Trafford og er orðaður við brottför. Hefur Sádi-Arabía verði nefnd í samhengi við framtíð Casemiro, sem og Tyrkland.

Roma hefur hins vegar áhuga en þar hefur sennilega mikið að segja hvort Leandro Paredes, sem er orðaður frá Roma, fari eða ekki.

Casemiro er samningsbundinn United út næstu leiktíð og þénar ansi vel í Manchester.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton

England: City missteig sig gegn versta liðinu – Flottur sigur Everton
433Sport
Í gær

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur

Besta deildin: Vestri aftur á toppinn eftir góðan sigur