fbpx
Mánudagur 25.ágúst 2025
433Sport

Amorim virðist algjörlega kominn með nóg af Rashford – Skaut harkalega á hann í gær

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 27. janúar 2025 09:00

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim, stjóri Manchester United, skaut föstum skotum á Marcus Rashford á blaðamannafundi eftir 0-1 sigur liðsins á Fulham í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Í ellefta leiknum í röð var Rashford utan hóps hjá Amorim, en hann er algjörlega úti í kuldanum hjá Portúgalanum og má finna sér nýtt félag.

„Það er alltaf sama ástæðan. Þetta snýst um æfingarnar á hverjum degi. Ef hlutirnir breytast ekki breyti ég ekki,“ sagði Amorim.

Portúgalinn sagði svo enn fremur að hann myndi frekar nota markmannsþjálfara sinn, hinn 63  ára gamla Jorge Vital, heldur en Rashford í dag.

„Við getum notað alla leikmenn sem leggja inn vinnuna og gera réttu hlutina. Ég myndi frekar velja Vital í liðið en leikmann sem leggur ekki á sig það sem til þarf.“ 

Þess má geta að Rashford birti færslu í gærkvöldi þar sem hann óskaði liðsfélögum sínum til hamingju með sigurinn, sem fleytti United upp í 12. sæti deildarinnar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu

Fer líklega ekki frá United af þessari ástæðu
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands

Fyrrum leikmaður Arsenal til Frakklands
433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi

Á leið í dönsku úrvalsdeildina fyrir sjö milljónir evra eftir langa dvöl á Englandi
433Sport
Í gær

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu

Tjáir sig um alla þá gagnrýni sem hann hefur fengið í fjölmiðlum – Hélt framhjá eiginkonunni og eignaðist börn með annarri konu