fbpx
Fimmtudagur 01.maí 2025
Fréttir

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 16:32

Illugi segir að eina hlutverk Mannanafnanefndar ætti að vera að koma í veg fyrir að fólk nefni börn sín Hálfviti eða Kúkafýla.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, segir að það ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra að leggja niður mannanafnanefnd. Nefndin sé komin út fyrir sitt svið.

„Eina mögulega réttlætingin fyrir mannamannanefnd á vegum ríkisins — og hún er þó ekki sterk — er að koma í veg fyrir að fólk skíri börnin sín einhverjum algjörum skrípanöfnum eins og Hálfviti eða Kúkafýla,“ segir Illugi í færslu á samfélagsmiðlum.

Ástæðan er frétt Vísis um að Mannanafnanefnd hafi hafnað beiðni um að leyfa kvenkyns eiginnafnið Hrafnadís.

Fréttir af úrskurðum Mannanafnanefndar eru reglulegar í íslenskum fjölmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær ákvarðanir. Í þetta skipti ber nefndin fyrir sig að nafnið Hrafnadís brjóti í bága við íslenskt málkerfi og sé afbökun á nafninu Hrafndís.

Mörg nöfn endi á -dís en ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á þessu sé ein undantekning, Vanadís, sem sé þó ekki nóg til að skapa fordæmi.

Finnst Illuga að nefndin sé augljóslega komin út fyrir sitt hlutverk. Heldur hann áfram.

„En að einhver nefnd úti í bæ sé að setja á langhund um stofnsamsetningu og eignarfall fleirtölu til að réttlæta að foreldrar megi ekki skíra dóttur sína Hrafnadís, það er náttúrlega prýðileg sönnun þess að það ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 12 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“