fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Illugi furðar sig á Mannanafnanefnd – „Ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd“

Kristinn H. Guðnason
Fimmtudaginn 16. janúar 2025 16:32

Illugi Jökulsson

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Illugi Jökulsson, rithöfundur og blaðamaður, segir að það ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra að leggja niður mannanafnanefnd. Nefndin sé komin út fyrir sitt svið.

„Eina mögulega réttlætingin fyrir mannamannanefnd á vegum ríkisins — og hún er þó ekki sterk — er að koma í veg fyrir að fólk skíri börnin sín einhverjum algjörum skrípanöfnum eins og Hálfviti eða Kúkafýla,“ segir Illugi í færslu á samfélagsmiðlum.

Ástæðan er frétt Vísis um að Mannanafnanefnd hafi hafnað beiðni um að leyfa kvenkyns eiginnafnið Hrafnadís.

Fréttir af úrskurðum Mannanafnanefndar eru reglulegar í íslenskum fjölmiðlum og sitt sýnist hverjum um þær ákvarðanir. Í þetta skipti ber nefndin fyrir sig að nafnið Hrafnadís brjóti í bága við íslenskt málkerfi og sé afbökun á nafninu Hrafndís.

Mörg nöfn endi á -dís en ekkert þeirra sé með forlið í eignarfalli fleirtölu. Á þessu sé ein undantekning, Vanadís, sem sé þó ekki nóg til að skapa fordæmi.

Finnst Illuga að nefndin sé augljóslega komin út fyrir sitt hlutverk. Heldur hann áfram.

„En að einhver nefnd úti í bæ sé að setja á langhund um stofnsamsetningu og eignarfall fleirtölu til að réttlæta að foreldrar megi ekki skíra dóttur sína Hrafnadís, það er náttúrlega prýðileg sönnun þess að það ætti að vera fyrsta sparnaðarleið Kristrúnar Frostadóttur að leggja niður þessa idjótísku nefnd,“ segir hann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 23 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“