fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Lýsa yfir óvissustigi vegna Bárðarbungu – Stærsti skjálftinn 5,1

Ritstjórn DV
Þriðjudaginn 14. janúar 2025 12:07

Bárðarbunga.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ríkislögreglustjóri í samráði við Lögreglustjórana á Norðurlandi eystra, Austurlandi og Suðurlandi hafa lýst yfir óvissustigi Almannavarna vegna aukinnar skjálftavirkni í Bárðarbungu.

Í tilkynningu frá Almannavörnum kemur fram að óvissustig þýði að eftirlit er haft með atburðarás sem gæti á síðari stigum leitt til þess að heilsu og öryggi fólks, umhverfis eða byggðar verði ógnað.

Eins og komið hefur fram að varð snemma í morgun snörp jarðskjálfta­hrina í Bárðarbungu.

Í tilkynningu sem Veðurstofa Íslands sendi frá sér í hádeginu kemur fram að um 130 skjálftar hafi mælst frá því að hrinan hófst og mældist stærsti skjálftinn, 5,1, klukkan 08:05 í morgun. Sautján aðrir skjálftar yfir 3 að stærð hafa mælst og að minnsta kosti tveir þeirra voru yfir 4.

Töluverður ákafi var í hrinunni þangað til um kl. 9 í morgun en þá byrjaði að draga úr ákefðinni, en áfram mælast skjálftar á svæðinu og of snemmt að segja til um hvort hrinan sé að fjara út.

Bent er á það í tilkynningunni að skjálftavirkni í Bárðarbungu hafi aukist síðustu mánuði. Eldstöðin er óvenju stór og margar sviðsmyndir um mögulega þróun.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 9 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“

„Mér þótti mjög leiðinlegt að útskýra fyrir syni mínum að samfélagið virkaði því miður ekki svona“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu

Lögreglumaður leystur undan vinnuskyldu eftir fyrirspurn frá Kveik – Grunaður um persónunjósnir gegn greiðslu
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana

Bandarískur ferðamaður sýndi hvað 7 daga frí á Íslandi kostaði hana
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu

Þorbjörg svarar Guðna: Segir hann hafa gleymt sér og ekki tekið eftir öllu þessu