fbpx
Fimmtudagur 25.desember 2025
433Sport

Sýnir viðurstyggileg skilaboð sem hún fékk í gær – „Ég vona að þú missir fóstur“

Helgi Fannar Sigurðsson
Mánudaginn 13. janúar 2025 07:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Manchester United sló Arsenal úr leik í 3. umferð ensku bikarkeppninnar í gær eftir vítaspyrnukeppni. Kai Havertz var sá eini sem klikkaði á víti í keppninni og hefur kærasta hans mátt þola viðbjóðsleg skilaboð í kjölfarið.

Bruno Fernandes kom United yfir í leiknum í gær en Gabriel jafnaði fyrir Arsenal. Lokatölur venjulegs leiktíma og framlengingar voru 1-1 og því farið í vítaspyrnukeppni, þar sem United vann eins og áður segir.

Kai Havertz. Getty Images

Eiginkona Havertz, Sophia, hefur birt nokkur skjáskot af skilaboðum sem hún fékk í kjölfar tapsins. Sneru þau að ófæddu barni parsins.

„Ég vona að þú missir fóstur,“ stóð til að mynda í einum skilaboðum og fleiri voru á sama veg.

„Að einhver haldi að það sé í lagi að skrifa svona finnst mér ótrúlegt. Vonandi kunniði að skammast ykkar. Ég veit ekki hvað ég á að segja en sýnið meiri virðingu. Við erum betri en þetta,“ segir Sophia í kjölfar skilaboðanna.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 2 dögum

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni

Sjáðu myndbandið sem er á allra vörum – Blóðheitir og fengu hrokafullt svar frá stórstjörnunni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo

Útlit fyrir að Manchester verði áfangastaður Semenyo
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hætt við leikinn eftir allt saman

Hætt við leikinn eftir allt saman
433Sport
Fyrir 2 dögum

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar

Hugsanlegur slagur milli Real Madrid og Manchester City næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af

Þetta eru leikirnir sex sem Bruno Fernandes missir af
433Sport
Fyrir 2 dögum

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar

Amorim ætlar að umturna þessari stöðu næsta sumar
433Sport
Fyrir 2 dögum

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni

Andlát vinsæls áhrifavalds til rannsóknar – Féll úr íbúð sinni
433Sport
Fyrir 2 dögum

Endrick á leið til Frakklands

Endrick á leið til Frakklands