fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fókus

Sjáandi sem spáði fyrir Covid telur að ýmsar hörmungar muni ríða yfir á þessu ári

Fókus
Laugardaginn 4. janúar 2025 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hinn 38 ára sjáandi, Nicolas Aujula, sem segist hafa spáð fyrir um Covid-faraldurinn ömurlega, er á því að árið 2025 verði mikið hörmungarár. Daily Mail fjallaði um sýnir Aujula sem búsettur er í London. Hann hafi byrjað að fá sýnir um 17 ára aldurinn og hætti í námi til þess að elta þessa meintu náðargáfu sína. Hann segist meðal annars hafa verið saumakona í Kína og nunna í Himalajafjöllum í fyrri lífum.

Aujula segir að allar líkur séu á því að þriðja heimstyrjöldin brjótist út á næsta ári og að hann upplifi að mikil skortur verði á samkennd á árinu. „Við munum sjá hroðaleg illsku- og ofbeldisverk sem framkvæmd verða í nafni trúar og þjóðrækni,“ segir Aujula og telur að hörmungarnar muni ríða yfir um mitt næsta ár.

Þá segir Aujula að Donald Trumpi muni láta til sín taka á árinu og muni eiga farsælt ár. Hvað það þýðir fyrir heimsbyggðina skal þó ósagt látið.

Aujula telur að öfgakennt veður og náttúruhamfarir verði áberandi á þessu ári. Hækkandi staða sjávar verði erfið viðureignar, öflugir hvirfilbylir og hroðaleg flóð muni víða valda eyðileggingu.

En það eru ekki bara hörmungar sem Aujula fær sýnir um. Hann telur að árið 2025 verði stórt varðandi kvennaíþróttir og þá muni kjör verkafólks batna víða um heim á árinu. Tækniframfarir muni áfram bylta heiminn – sér í lagi verði miklar framfarir varðandi líffæri og jafnvel ræktun þeirra á tilraunastofum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin

Orlando Bloom birtir óræð skilaboð eftir sambandsslitin
Fókus
Fyrir 2 dögum

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni

Afhjúpar það sem sonur hans sagði við hann rétt áður en hann gekk fram af klettabrúninni
Fókus
Fyrir 3 dögum

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“

Framferði stjörnunnar vekur athygli netverja – „Matthew, af hverju tekurðu svona mikið pláss?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn

Klæddist svörtum litlum kjól á 76 ára afmælisdaginn
Fókus
Fyrir 4 dögum

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“

Missti 68 kíló á Ozempic – „Ég er líka að missa minnið, sjónina og heyrnina“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“

Guðrún og Árni ræða um nekt og svara vinsælli spurningu: „Hvað ef ég fæ bóner?“