fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fjarskiptafyrirtæki mátti bjóða bróður viðskiptavinar betri kjör

Jakob Snævar Ólafsson
Mánudaginn 30. desember 2024 18:30

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kærunefnd vöru- og þjónustukaupa kvað nýlega upp úrskurð sinn um kæru viðskiptavinar ónefnds fjarskiptafyrirtækis. Sakaði viðskiptavinurinn fyrirtækið um mismunun þar sem það hefði boðið bróður hans betri kjör þrátt fyrir að bræðurnir hefðu keypt nákvæmlega sömu þjónustu af fyrirtækinu. Komst nefndin að þeirri niðurstöðu að fyrirtækinu hefði verið þetta fyllilega heimilt.

Í kæru mannsins kom fram að hann sé í mánaðarlegri áskrift hjá fyrirtækinu og greiði 4.290 krónur fyrir þjónustuna. Hann hafi hins vegar komist að því að bróðir hans greiði aðeins 2.890 krónur mánaðarlega fyrir sömu þjónustu. Maðurinn sagðist hafa leitað skýringa hjá fyrirtækinu og fengið þær upplýsingar að um væri að ræða sérstök kjör sem boðin hafi verið þeim viðskiptavinum sem höfðu verið í viðskiptum við fyrirtækið í mörg ár.

Maðurinn sagði að starfsmaður fyrirtækisins hafi þó ekki getað veitt upplýsingar um hvaða skilyrði viðskiptavinir þyrftu að uppfylla til að öðlast slík kjör, enda standi þetta ekki lengur til boða. Í kærunni vísaði maðurinn til þess að með þessu sé fyrirtækið að mismuna viðskiptavinum og gerði kröfu um að fá sömu kjör.

Maðurinn benti einnig á nýlegt dæmi þar sem sveitarfélagi var meinað að mismuna fólki eftir búsetu. Upplýsingar um hvaða sveitarfélag maðurinn átti við hafa verið afmáðar úr úrskurðinum en væntanlega er átt við úrskurð innviðaráðuneytisins frá síðasta ári um að Grímsnes- og Grafningshreppi væri óheimilt að rukka fólk sem skráð er með lögheimili í sveitarfélaginu um lægri aðgangseyri í sundlaug sveitarfélagsins, en aðra gesti laugarinnar.

Taldi maðurinn að fyrirtækið hafi verið að mismuna fólki eftir því hversu lengi það hefði verið í viðskiptum við það og krafðist þess að fá sömu kjör og bróðir sinn.

Má af því það er ekki stjórnvald

Í niðurstöðu kærunefndar vöru- og þjónustukaupa er tekið fram að tilboðið um lægra áskriftargjald sem bróður mannsins stóð til boða en ekki honum sé ekki lengur í gildi. Nefndin segir að fyrirtækið starfi samkvæmt lögum um fjarskipti. Fyrirtækið sé ekki stjórnvald og því gildi stjórnsýslulög ekki um starfsemi þess. Fyrirtækinu sé heimilt að bjóða upp á tilboð eða sérstök kjör fyrir viðskiptavini sína sem geti verið tímabundin eða háð ákveðnum skilyrðum.

Nefndin fellst ekki á þær fullyrðingar mannsins að fyrirtækinu sé skylt að bjóða öllum viðskiptavinum sínum upp á umrætt tilboðsverð þrátt fyrir að viðskiptavinir sem gátu nýtt sér tilboðið þegar það var í gildi njóti enn þeirra kjara.

Kröfum mannsins um að hann fái þessi kjör var því hafnað.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala