fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Fréttir

Mummi með umdeilda færslu um IceGuys – „Fullorðnir menn að taka sexapílið á táningsstelpur….?“

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 16. desember 2024 10:30

IceGuys eru á milli tannana á fólki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Mummi Týr Þórarinsson, hlaðvarpsstjórnandi og oddviti Pírata í Suðurkjördæmi, skaut á samfélagsmiðlum föstum skotum á strákasveitina IceGuys sem hélt stórtóneika um helgina. Fjölmargir komu þeim til varnar í athugasemdum, þar á meðal rokkkóngurinn sjálfur Bubbi Morthens.

Corny!

„Hvað er dæmið með þetta boy band IceGuys. Fullorðnir menn að taka sexapílið á táningsstelpur….? Corny!“ sagði Mummi í færslu í gær.

IceGuys héldu fimm uppselda tónleika um helgina í Laugardalshöll. Samanlagt seldust 24 þúsund miðar á tónleikana. Aðdáendur eru að stórum, og jafn vel stærstum hluta, af yngri kynslóðinni.

Saklaus skemmtun

Mummi, sem rak áður Götusmiðjuna og er núna stjórnandi þáttarins Kaldi Potturinn, fékk fjölda athugasemda við færsluna. Og ekki voru allir netverjar honum sammála.

„Nei þetta er saklaus skemmtun fyrir þá saklausu mjög flott,“ sagði tónlistarmaðurinn Bubbi Morthens, sem er augljóslega ánægður með IceGuys.

Sjálfsháð besta grínið

Aðrir benda á að IceGuys séu góðar fyrirmyndir fyrir ungu kynslóðina. En hljómsveitin samanstendur af bræðrunum Jóni og Friðriki Dór Jónssonum, Herra Hnetusmjöri, Rúriki Gíslasyni og Aroni Can. Auk þess að gera vinsæla tónlist þá hafa þættirnir um hljómsveitina slegið í gegn á Sjónvarpi Símans, en þeir einkennast af léttleika.

Sjá einnig:

Óánægja á tónleikum IceGuys – „Það var hræðilegt að horfa upp á öll börnin í örvæntingu“

„Er þetta ekki bara í góðu lagi. Hef sannarlega séð verri fyrirmyndirnar,“ segir einn í athugasemdum við færslu Mumma. „Æj óþarfi að perravæða alla hluti. Finnst þetta nú bara skemmtilegt þó ég sé sjálf ekki aðdáandi tónlistarinnar,“ segir ein kona.

Margrét Tryggvadóttir, barnabókahöfundur og fyrrverandi þingmaður Borgarahreyfingarinnar, stígur einnig inn í umræðuna og kemur IceGuys til varnar. Það er vegna sjónvarpsþáttanna.

„Frábærlega fyndnir þættir. Besta grínið er sjálfsháð,“ segir Margrét.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt

Vöknuðu upp við vondan draum – Vissu ekki að nýtt fjölbýlishús ætti að vera svona nálægt
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs

Nágrannaerjur í Vesturbænum – Fá ekki að losna við girðingu nágrannanna sem vísa til brunahættu og óþefs
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?

Vilhjálmur segir að þessi aðgerð geti lækkað vexti á Íslandi hratt – Hafa stjórnvöld kjarkinn?
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum

Hlutfallslega miklu fleiri erlendir ríkisborgarar á Íslandi en öðrum Norðurlöndum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum

Íslenskir neytendur óskuðu eftir endurgreiðslu vegna flugs – Áttuðu sig síðan á þessum mistökum
Fréttir
Fyrir 4 dögum

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar

Lögreglan rifjar upp rán í Útvegsbanka árið 1975 – Einn ræningjanna létti á samvisku sinni í sumar