fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Baunar á Guardiola og segir hann fullan af hroka – ,,Vill sanna að hann sé að vinna frekar en leikmennirnir“

Victor Pálsson
Föstudaginn 13. desember 2024 21:06

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ítalska goðsögnin Fabio Capello hefur sent væna pillu á Pep Guardiola sem er þjálfari Manchester City.

Guardiola hefur gert stórkostlega hluti með City undanfarin ár en gengi liðsins þennan veturinn hefur verið slæmt.

City á í erfiðleikum með að safna stigum í bæði úrvalsdeild og Meistaradeild en liðið tapaði 2-0 gegn Juventus í miðri viku.

Capello segir að Guardiola sé hrokafullur maður og að hann reyni að draga athygli að sjálfum sér frekar en leikmönnum liðsins.

,,Guardiola er frábær þjálfari en hann er alltof hrokafullur og dómharður. Það hefur komið fyrir að hann tapar titlum því hann vill sanna það að hann sjálfur sé að vinna medalíurnar frekar en leikmenn,“ sagði Capello.

,,Hann hefur tekið þá ákvörðun að bekkja lykilmenn í stórum leikjum. Að mínu mati er það hans tilraun til að komast í sviðsljósið og taka fyrirsagnirnar af leikmönnunum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum

Eiga að vera spenntir fyrir manninum sem var með Mane, Duran og Ronaldo í vasanum
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið

Faðir Amöndu varpar sprengju eftir gærkvöldið
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“
433Sport
Í gær

Noregur vann Ísland í sjö marka leik

Noregur vann Ísland í sjö marka leik
433Sport
Í gær

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra

Gætu misst þrjá lykilmenn ásamt því að skipta um stjóra
433Sport
Í gær

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári

Dæmdur í langt bann fyrir að veðja á yfir sex þúsund leiki á rúmlega einu ári