fbpx
Mánudagur 12.maí 2025
Fréttir

Sveitarstjórn í Gran Canaria ríður á vaðið og setur á ferðamannaskatt – Tekur gildi eftir áramót

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 13. desember 2024 15:30

Mogan er vinsæll ferðamannastaður. Mynd/Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sveitarstjórn í héraðinu Mogan á suðvesturströnd eyjarinnar Gran Canaria hefur ákveðið að setja á svokallaðan ferðamannaskatt.

Greint er frá þessu á vefsíðunni Canarijournalen.

Mogan er eitt af mestu ferðamanna héröðunum á eyjunni, þar sem höfuðstaður Kanaríeyja er. Austan við Mogan eru Maspalomas og Enska ströndin sem hafa verið mjög vinsælir ferðamannastaðir hjá Íslendingum.

Stjórn Kanaríeyja hefur hafnað að setja á ferðamannaskatt á öllum eyjunum og því hefur sveitarstjórn Mogan gripið til þess ráðs að setja sérstakan skatt á öll hótel í umdæminu. Ekki er útilokað að fleiri sveitarstjórnir feti í þeirra fótspor en Mogan er fyrsta sveitarstjórnin til að setja á slíkan skatt. Gríðarleg gremja hefur verið á meðal íbúa á eyjunum, og víðar á Spáni, með fjölda ferðamanna sem ýtt hafi upp verðlagi og húsnæðisverði.

Skatturinn er 0,15 evrur á hverja gistinótt og tekur gildi frá og með áramótum. Í Mogan eru ferðamannastaðirnir Taurito, Amadores, Cura, Tauro, Puerto Rico og Arguineguin.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 2 dögum

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli

Lögreglan leitar að ökumanni á bláum jeppa – Ók á konu á rafmagnshlaupahjóli
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“

Jónas Már um málþóf Sjálfstæðisflokksins – „Ég bið ekki um meira en smá fjölbreytni í dagskrána“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“

Halldóra andmælir Grími – „Skipulögð brotastarfsemi er ekkert náttúrulögmál“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun

Metnaðarfullt loftslagsverkefni Climeworks sagt fjarri markmiðum – Föngun koltvísýrings standi ekki undir þeirra eigin losun
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“

Sýður á eldri borgurum við Herjólfsgötu vegna saunahúss – „Við viljum að þetta fari“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út

Róttæk breyting hjá Netflix – Svona mun nýja notendaviðmótið líta út