fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Erna Hrönn tókst á við geranda sinn fyrir dómstólum og tapaði -Veit í hjarta sínu hvar skömmin á heima

Ragna Gestsdóttir
Fimmtudaginn 12. desember 2024 11:30

Erna Hrönn. Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Hrönn Ólafsdóttir, söngkona og útvarpskona, opnar sig um áföll lífsins og segir að hluti af sjálfsvinnu hennar og bataferli hafi snúið að því að gera upp kyn­ferðisof­beldi sem hún var beitt á árum áður. Ofbeldi sem skildi eft­ir stórt sár á sál henn­ar. 

„Ég þurfti að taka á nauðgun­ar­máli sem ég hafði kaf­fært og það var erfitt að þurfa að grafa það aft­ur upp. Miðað við viðbrögð ger­and­ans og hót­an­ir þá endaði ég á að fara í dóms­mál,“ seg­ir Erna Hrönn í viðtali við Kristínu Sif Björgvinsdóttur í Dagmál.

Erna Hrönn örmagnaðist af langvarandi streitu og kulnun fyrir fjórum árum og ákvað þá að fara á fullt í sjálfs­vinnu. Hún fékk loksins kraft til að skila skömminni til gerandans en fékk ekki sanngjarna niðurstöðu.

„Ég hafði enga sönn­un­ar­byrði því það var svo langt frá at­vik­inu liðið. Ég lenti í erfiðleik­um í dóms­kerf­inu og það var svo margt sem ég gat gagn­rýnt eft­ir á út frá því hvernig á mín­um mál­um var tekið. Ég fékk kannski ekki niður­stöðuna sem ég hefði viljað en þá gat ég samt fyr­ir sjálfa mig lokað ein­hverri hurð.“

Erna Hrönn er gagn­rýn­in á dóms­kerfið og í kjölfar eigin reynslu af dómskerfinu ákvað hún að skrifa ít­ar­lega skýrslu um það sem bet­ur hefði mátt fara í henn­ar málsmeðferð með það fyr­ir aug­um að sporna við að önn­ur fórn­ar­lömb kyn­ferðisof­beld­is, fórn­ar­lömb framtíðar­inn­ar, myndu ekki upp­lifa sömu slæmu vinnu­brögðin. Erna Hrönn segist alls ekki sjá eftir því að fara með málið fyrir dómstóla. Hún hafi þurft að fara í þá vegferð til að sætt­ast við sjálfa sig og skila skömm­inni. Enda viti hún það í hjarta sínu hvar skömm­in á heima. Ferlið í dómskerfinu hafi verið hluti af bataferlinu.

„Að fara til baka í alla þessa erfiðu reynslu. Fyrstu viðbrögð þegar að þetta ger­ist voru á þá leið að ég hugsaði: „þú ert bara búin að mála þig út í horn“. Með því að fara í gegn­um þetta ferli frá A-Ö þá gerði ég það fyr­ir sjálfa mig bara til að geta fyr­ir­gefið sjálfri mér með að hafa gengið á mín eig­in mörk með því að gera þetta svona og vera ósann­gjörn gagnvart sjálfri mér.“

Horfa má á viðtalið í heild sinni hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 3 dögum

Ný plata frá Fussum svei – Lögin innihalda stuttar sögur úr hversdagslífinu

Ný plata frá Fussum svei – Lögin innihalda stuttar sögur úr hversdagslífinu
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa

Ragnhildur segir að við viljum ekki vera þessi týpa
Fókus
Fyrir 4 dögum

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað

Jennifer og Ben taka óvænta ákvörðun ári eftir skilnað
Fókus
Fyrir 5 dögum

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn

Sjaldséð sjón: Goðsögn frá sjöunda áratugnum mætti á rauða dregilinn
Fókus
Fyrir 5 dögum

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“

Aðdáendur agndofa eftir að leikkonan birti mynd af sér með ketti sínum – „Þetta er ekki í lagi“