fbpx
Föstudagur 04.júlí 2025
Fréttir

Þrír hafa stigið fram og vitnað um drápsöskrin kvöldið sem Geirfinnur hvarf – Lögregla kæfði niður sögusagnir af hörku

Ágúst Borgþór Sverrisson
Föstudaginn 6. desember 2024 17:34

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þrír hafa sett sig í samband við útgefanda bókarinnar „Leitin að Geirfinni“ og vitnað um að hafa heyrt gífurleg öskur og læti frá heimili Geirfinns Einarssonar í Keflavík, kvöldið sem hann hvarf, þann 19. nóvember árið 1974.

Frá þessu greinir útgefandi bókarinnar, Jón Ármann Steinsson, í viðtali við Bylgjuna í dag.

Jón greinir frá því að umrædd vitni hafi verið börn um þetta leyti og þau hafi búið í nágrenni við Geirfinn og fjölskyldu hans, að Brekkubraut 15 í Keflavík.

Jón segir ennfremur frá því að lögreglan í Keflavík hafi gengið hart fram í því að kveða niður sögusagnir um drápsöskrin og lagt hafi verið hart að börnum að þegja um þau. Jafnvel hafi lögregla komið í skóla með þennan boðskap á vörunum. Ennfremur hafi lögregla hótað blaðamönnum sem vildu ræða við nágranna Geirfinns því að þá fengju þeir engar upplýsingar um málið frá lögreglu. Hafi lögregla því stýrt fjölmiðlaumfjöllun um málið.

Sjá einnig: Telur minnst fjóra hafa verið á vettvangi er Geirfinni var ráðinn bani og miklu fleiri viti sannleikann í málinu

Aðstandendur bókarinnar stefna að því að koma upplýsingum um málið í hendur nýs dómsmálaráðherra eftir að ný ríkisstjórn hefur verið mynduð. Meðal þeirra upplýsinga er nafn manns sem segist hafa orðið vitni að drápi Geirfinns er hann horfði inn um bílskúrsglugga. Maðurinn var þá 10 ára gamall.

Jón segir að upplýsingar um drápsöskrin komi fram í lögregluskýrslum en síðan hafi sá þráður slitnað og einblínt hafi verið á þá rannsóknartilgátu að Geirfinnur hafi verið spírasmyglari sem hafi verið ráðinn bani í tengslum við þá iðju.

„Nú þarf að hafa hraðar hendur, það þarf að leysa þetta mál sem hefur hvílt eins og mara á þjóðinni,“ segir Jón.

Biðja um upplýsingar í gegnum Facebook-síðu

Jón óskar eftir því að fleiri stigi fram, sem kunna að hafa upplýsingar um málið, og hafi samband við sig. Best er að gera það í gegnum Facebook-síðuna Leitin að Geirfinni.

Senda skal einkaskilaboð inni á síðunni. Fullum trúnaði er heitið.

Sjá einnig: Fór ekki til fundar við mann í Hafnarbúðinni og „Leirfinnur“ hringdi ekki í hann

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

David endar á Ítalíu
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“

Guðjón skaut á strandveiðar í skugga banaslyss – „Ertu hálfviti?“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann

Fær 45 daga fyrir að ráðast á barnsmóður sína með stól og lemja hana í hnakkann