fbpx
Mánudagur 17.nóvember 2025
Fréttir

Mikil eigna- og fjölskyldutengsl formanns SVEIT við stjórnarkonu Virðingar – Tengjast Kampavínsfjelaginu og Fiskmarkaðinum

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 6. desember 2024 15:30

Efling hefur blásið í herlúðra gegn SVEIT og Virðingu.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nýskráður formaður veitingamannafélagsins SVEIT, Björn Árnason, er giftur Hrefnu Sætran sem á Kampavínsfjelagið með Jóhönnu Sigurbjörgu Húnfjörð, stjórnarkonu í Virðingu sem SVEIT gerði umdeildan kjarasamning við. Eiginmaður Jóhönnu, og meðeigandi í Kampavínsfjelaginu, Styrmir Bjarki Smárason, er þar að auki rekstrarstjóri Fiskmarkaðarins, sem er í eigu Hrefnu Sætran.

Verkalýðsfélagið Efling hefur blásið í herlúðra gegn SVEIT og Virðingu, sem þau segja vera gervistéttarfélag. Það er félag sem stjórnað er af atvinnurekendum sjálfum en ekki launafólki.

Hrefna Sætran veitingakona. Mynd/Brynja

Í gær greindi DV frá því að Hrefna Björk Sverrisdóttir, eigandi veitingastaðarins ROK, væri í stjórn SVEIT og hafi þangað til fyrir skemmstu verið skráð formaður félagsins. Varamaður í stjórn Virðingar er 18 ára dóttir hennar Ronja Björk Bjarnadóttir. Sem sagt mæðgur sitja sitt hvorum megin við borðið við gerð kjarasamninga.

Sjá einnig:

Nafntogaðir veitingamenn á meðal þeirra sem Efling hefur blásið í herlúðra gegn

En eins og hér að ofan kemur fram eru tengsl þessara félaga enn þá meiri. Formaður SVEIT hefur eigna og fjölskyldutengsl við stjórnarkonu Virðingar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík

Úttekt verður gerð á leikskólamálum í Reykjanesbæ – Segja líklegt að staðan sé enn verri en í Reykjavík
Fréttir
Í gær

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill

Segjast ekki enn hafa fengið greitt fyrir söluna á Cafe Adesso og Sport & Grill
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“

Íslenskir öryrkjar erlendis verulega ósáttir við jólabónusarfrumvarp Ingu – „Virkilega ósanngjarnt og sárt“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“

Krúttmolinn Benji hjálpar sjúklingum Landakots til betri heilsu – „Þetta er alveg ómetanlegt“