fbpx
Þriðjudagur 28.október 2025
Fréttir

Joe Biden harðlega gagnrýndur eftir að hann náðaði son sinn

Ritstjórn DV
Mánudaginn 2. desember 2024 11:30

Joe Biden. Mynd:Getty

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur verið harðlega gagnrýndur eftir að hann ákvað að náða son sinn, Hunter Biden, sem beið dóms fyrir brot gegn vopna- og skattalögum. Þetta vekur athygli í ljósi þess að forsetinn hafði áður þvertekið fyrir að beita sér í máli hans.

Hunter átti þungan dóm yfir höfði sér en hann játaði skattalagabrot í september síðastliðnum og var þar að auki tekinn með fíkniefni og skotvopn í sumar. Hann átti allt að 17 ára fangelsi yfir höfði sér fyrir skattalagabrotið og 25 ára fangelsi fyrir vopnalagabrotið.

Ekki eru allir á eitt sáttir við þessa ákvörðun forsetans og hafa hátt settir aðilar innan Demókrataflokksins meðal annars gagnrýnt hana.

Jared Polis, ríkisstjóri Colorado, segir að Joe Biden hafi sett hagsmuni fjölskyldu sinnar fram yfir hagsmuni bandarísku þjóðarinnar. „Þetta skapar slæmt fordæmi og möguleikann á því að þetta kerfi verði misnotað af komandi forsetum,“ segir Polis.

Donald Trump, sem tekur við að Biden í janúar næstkomandi, spurði hvort náðunin næði einnig til þeirra sem voru dæmdir fyrir uppþotin í og við bandaríska þinghúsið í Washington þann 6. janúar 2021. Segir Trump að þetta sé ekkert annað en misnotkun á valdi.

Joe Biden sagði í yfirlýsingu í gær að ákvörðunin um náðun kæmi til þar sem Hunter hefði sótt pólitískum ofsóknum í málinu þar sem andstæðingar forsetans hefðu haft sig mikið í frammi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu

Var vísað frá Íslandi vegna umferðarlagabrots en reyndist eftirlýstur fyrir mun alvarlegra brot í heimalandinu
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Gunnar Smári líkir stjórn Sósíalista við kynferðisbrotamenn – „Þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna“

Gunnar Smári líkir stjórn Sósíalista við kynferðisbrotamenn – „Þetta var líkara nauðgun ofbeldismanna“
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta

Slakað verði á reglum um innflutning hunda og katta
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“

María opnar sig um áralangt ofbeldi – „Maður festist í fangelsi óttans“
Fréttir
Í gær

Dæmdur fyrir ofbeldi í óþökk brotaþolans eftir að til stimpinga kom vegna hleðslutækis

Dæmdur fyrir ofbeldi í óþökk brotaþolans eftir að til stimpinga kom vegna hleðslutækis
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Segir blasa við hvers vegna meðferðarstarfi á Íslandi fyrir unglinga með vímuefnavanda hafi farið aftur

Segir blasa við hvers vegna meðferðarstarfi á Íslandi fyrir unglinga með vímuefnavanda hafi farið aftur