Bukayo Saka hefur útskýrt af hverju hann leyfði Martin Ödegaard að taka fyrri vítaspyrnu Arsenal í gær gegn West Ham.
Arsenal vann flottan 5-2 útisigur en Saka sem er vítaskytta Arsenal ákvað að leyfa Norðmanninum að taka þá fyrri í fyrri hálfleik.
Ödegaard sneri nýlega aftur á völlinn eftir meiðsli og bað Saka um að fá að taka spyrnuna sem var lítið vesen fyrir enska landsliðsmanninn.
,,Martin er toppleikmaður og hann hefur spilað svo vel síðan hann kom aftur inn í liðið,“ sagði Saka.
,,Hann vildi taka spyrnuna og skora í dag. Ég er meira en ánægður með að láta hann fá boltann því hann lætur mig alltaf hafa hann!“
,,Okkar tenging er góð svo vonandi getum við haldið því sama áfram.“