fbpx
Sunnudagur 16.nóvember 2025
Fréttir

Inga Sæland kom flokksystur sinni ekki til varnar – „Þetta er ekki stefna Flokks fólksins“

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 29. nóvember 2024 20:54

Inga Sæland og Ásthildur Lóa Þórsdóttir.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, kom flokkssystur sinni og oddvita í Suðurkjördæmi, Ástu Lóu Þórsdóttur, ekki til varnar í leiðtogaumræðum á RÚV í kvöld.

Inga var spurð út í ummæli Ástu Lóu um að setja ætti neyðarlög á Seðlabanka Íslands til að lækka vexti. Það er að taka fram fyrir hendurnar á bankanum og eftirláta stjórnmálamönnum að ákveða vextina í landinu. Var Inga spurð hvort hún styddi þetta og hvort henni fyndist þetta vera skynsamleg hagstjórn.

Reyndi Inga að færast undan spurningunni og færa umræðuna að húsnæðismálum í staðinn. En þegar hún var innt eftir svörum sagði hún að þetta væri ekki stefna flokksins.

„Þetta er ekki stefna Flokks fólksins,“ sagði Inga.

Aðspurð um hvort hún væri sammála svaraði hún hins vegar ekki.

„Þannig að þú ert ekki sammála þessu?“ sagði Sigríður Hagalín spyrill.

„Ég sagði það ekki en þetta er ekki stefna Flokks fólksins,“ sagði Inga þá.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið

Morgunblaðið talið hafa birt duldar auglýsingar þrátt fyrir að hafa ekki fengið greitt fyrir efnið
Fréttir
Í gær

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út

Vísir bregst við athugasemdum – Skiptir mynd af Snorra og syni hans út
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“

Varaþingmaður Miðflokksins segir Vísi hafa birt stríðsyfirlýsingu – „Ekki láta ykkur bregða ef henni verður svarað“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“

Snorri allt annað en sáttur við Vísi – „Hvað ætli lesendum finnist um þessa mögnuðu nýju lægð“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim

Ný rannsókn bendir til þess að Hitler hafi verið með örlim
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag

Íslendingar lesa minna af bókum en áður en þó í næstum klukkutíma á dag
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!

Hamborgartré ársins fundið við endimörk Skorradals – Nú mega jólin koma!
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“

Malaga-fanginn ofsótti Sigmund Erni – „Sagði eitt sinn að hann vissi á hvaða leikskóla börnin mín væru“