fbpx
Fimmtudagur 08.janúar 2026
433Sport

Helsti gagnrýnandi Kane minnir á sig – Stenst ekki kröfurnar í mikilvægu leikjunum

Victor Pálsson
Föstudaginn 29. nóvember 2024 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Harry Kane er líklega búinn að finna sinn helsta gagnrýnenda en það er fyrrum leikmaður Liverpool, Dietmar Hamann.

Hamann var alls ekki hrifinn af Kane í vikunni og er ekki sannfærður um að leikmaðurinn sé með gæðin í að koma Bayern Munchen alla leið.

Kane er fyrirliði enska landsliðsins og þá markahæsti leikmaður í sögu Tottenham.

Hamann gagnrýndi Kane í fyrra og hafði þetta að segja eftir komu enska landsliðsmannsins til Þýskalands.

,,Hann var ekki fenginn til félagsins svo hann gæti skorað þrennu gegn Darmstadt,“ sagði Hamann.

,,Hann skorar ekki gegn stóru liðunum. Ég er enn ekki sannfærður um þennan stjörnuleikmann.“

Hamann endurtók sig svo í samtali við TalkSport eftir leik Bayern við Paris Saint-Germain í vikunni sem vannst, 1-0.

,,Ég mætti á þennan leik og ég verð að segja, hann var virkilega slakur. Hann átti ekki skot á markið og spilaði alveg eins og á EM með Englandi.“

,,Það er enn hægt að deila um það hvort hann sé góður gegn bestu liðunum því hann stenst ekki kröfurnar með Englandi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum

Alfreð Finnboga hættur hjá Breiðablik – Ráðinn í stórt starf hjá norska risanum
433Sport
Fyrir 13 klukkutímum

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi

Tveir sagðir ætla að endursemja þrátt fyrir áhuga frá Englandi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United

Fullyrða að hann hafi hafnað því að taka við Manchester United
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín

Eiginkonan hélt framhjá með bróður hans í átta ár – Svona hefndi hann sín
433Sport
Í gær

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur

Fær harða gagnrýni í heimalandinu eftir brottreksturinn – Barnalegur og þrjóskur
433Sport
Í gær

Starf Edu strax í hættu

Starf Edu strax í hættu