fbpx
Laugardagur 24.maí 2025
433Sport

Hojlund hetja Manchester United – Kristian spilaði í tapi og Orri var ekki með vegna meiðsla

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 28. nóvember 2024 21:56

Getty Images

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ruben Amorim vann sinn fyrsta sigur sem stjóri Manchester United þegar liðið fékk Bodo/Glimt frá Noregi í heimsókn í Evrópudeildinni í kvöld.

United vann þar nauman 3-2 sigur þrátt fyrir mikla yfirburði stærstan hluta leiksins. Alejandro Garnacho kom United yfir á annari mínútu.

Þeir norsku svöruðu fyrir sig og komust í 1-2 áður en Rasmus Hojlund jafnaði fyrir United skömmu fyrir lok fyrri hálfleiks.

Hojlund skoraði svo eina markið í síðari hálfleik og tryggði United sigur og fína stöðu í Evrópudeildinni þegar tveir leikir eru eftir í deildarkeppni.

Tottenham gerði 2-2 jafntefli gegn Roma þar sem Son Heung-Min og Brennan Johnson voru á skotskónum. Tottenham var 2-1 yfir þegar komið var fram í uppbótartíma en þá jafnaði Mats Hummels fyrir gestina.

Kristian Nökkvi Hlynsson spilaði síðustu 15 mínúturnar fyrir Ajax þegar liðið tapaði 2-0 gegn Real Sociedad. Orri Steinn Óskarsson var frá vegna meiðsla.

Elías Rafn Ólafsson var í marki Midtjylland sem tapaði gegn Frankfurt á heimavelli. Andri Fannar Baldursson byrjaði í liði Elfsborg í tapi gegn Athletic Bilbao en Eggert Aron Guðmundsson var ekki í hóp.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Verður áfram eftir allt saman – Hafnar gylliboðum til að starfa áfram með Arteta

Verður áfram eftir allt saman – Hafnar gylliboðum til að starfa áfram með Arteta
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið

Gríðarlegur áhugi á leikmanni City – Eru til í að leggja yfir 4 milljarða á borðið
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle

Hafnar Real Madrid og Barcelona – Ætlar til Newcastle
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá

Ruben Amorim getur gleymt því að fá manninn sem hann vildi hvað mest fá
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Hvernig Luis Enrique horfir á æfingar PSG vekur mikla athygli

Hvernig Luis Enrique horfir á æfingar PSG vekur mikla athygli
433Sport
Í gær

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni

Ætlar að slást við Alisson næsta vetur – Hefur engan áhuga á að fara á láni
433Sport
Í gær

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt

Kobbie vill vera áfram hjá United en er efins með eitt