fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
Pressan

Rússar hóta að svara með kjarnorkuvopnum

Pressan
Þriðjudaginn 19. nóvember 2024 09:37

Pútín er sagður eygja nýtt land

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfirvöld í Rússlandi hafa hótað því að svara með kjarnorkuvopnum ákveði Úkraínumenn að skjóta langdrægum eldflaugum frá Vesturlöndum á rússneska grund.

Eins og greint hefur verið frá hefur Joe Biden Bandríkjaforseti heimilað Úkraínumönnum að nota langdrægar flaugar frá Bandaríkjunum gegn Rússlandi. Um er að ræða flaugar sem geta dregið rétt rúma 300 kílómetra og yrðu þá notaðar á hernaðarleg skotmörk í Rússlandi.

Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Kreml, sagði í morgun að Rússar myndu áskilja sér rétt til að beita kjarnorkuvopnum ef „hefðbundnum vopnum“ yrði beitt gegn Rússlandi.

Yfirlýsing Peskov kemur í kjölfar þess að Vladimír Pútín Rússlandsforseti samþykkti uppfærslu á kjarnorkuáætlun landsins. Kveður breytingin á um að Rússar geti beitt kjarnorkuvopnum ef ráðist verður á þá með „hefðbundnum eldflaugum“ frá ríki sem ekki er búið kjarnorkuvopnum en nýtur stuðnings ríkis sem býr yfir slíkum vopnum.

Eldflaugaskot frá Úkraínu með bandarískum eldflaugum myndi falla undir þessa skilgreiningu.

Í umfjöllun Mail Online kemur fram að Rússar séu búnir undir það að bæði Bretar og Frakkar muni fylgja í fótspor Bandaríkjanna og heimila Úkraínumönnum að nota vopn þaðan gegn Rússum. Hvorki Bretar né Frakkar hafa þó gefið eitthvað út um það.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru

Svona getur þú prófað hversu heilbrigð lungun þín eru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir

Vísindamaður segir að villtir draumar Pútíns um eilíft líf séu ekki svo fjarstæðukenndir
Pressan
Fyrir 3 dögum

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“

Fékk ekki hlutverkið sem hann sóttist eftir – Leikstjórinn vildi ekki „Luke Skywalker“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar

Dularfulli brúðkaupsgesturinn – Brúðurin komst að sannleikanum mörgum árum síðar
Pressan
Fyrir 4 dögum

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun

Bolsonaro sakfelldur fyrir valdaránstilraun
Pressan
Fyrir 4 dögum

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“

Losnar ekki við óumbeðnar athugasemdir nágrannans – „Ég er ekki hörundsár, en ég hef fengið algjörlega nóg“