fbpx
Laugardagur 13.desember 2025
433Sport

Óvænt útspil þar sem Ari Eldjárn var kallaður til – „Ég sá hópinn deyja inni í sér“

433
Sunnudaginn 17. nóvember 2024 08:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Willum Þór Þórsson heilbrygðisráðherra var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.

Margt var tekið fyrir í þættinum og í einum lið var Willum spurður ýmissa spurninga um hitt og þetta, meðal annars hverjum hann þætti vera fyndnasti Íslendingurinn. Varð honum þá hugsað til herrakvölds sem hann sótti á dögunum.

„Þarna kemur Ari Eldjárn og ég hef ekki hlegið svona mikið lengi. Ég er enn með kviðverki,“ sagði Willum, sem hefur lengi fylgst með Ara.

video
play-sharp-fill

„Ég ber líka virðingu fyrir hvað hann hefur verið að bæta sig og efla í gegnum tíðina. Ég var einu sinni með fótboltalið í brekku. Við vorum búnir að byrja illa, tapa svolítið af leikjum. Þá þarftu að hugsa hvernig þú ætlar að létta andrúmsloftið. Ég skipulagði fund og spilaði það þannig að ég myndi alveg örugglega vera með svona 2 tíma glærusýningu og tala mikið, fara í skipulagið og vera með langa æfingu á undan. Ég sá hópinn deyja inni í sér,“ sagði Willum léttur, en hann var auðvitað farsæll fótboltaþjálfari um langt skeið.

„Í millitíðinni vorum við búnir að tala við Ara og biðja hann um að koma. Þetta var lítill fundur og ég ber virðingu fyrir að hann hafi verið tilbúinn að koma. Við vorum bara með þetta létt, stutt innslag og svo kom hann inn. Svo var bara gleði í kjölfarið, það var létt á öllu. Og við auðvitað unnum næsta leik.

Þú þarft stundum að gera eitthvað svona. Og hann hafði hæfileika til að lesa í aðstæður og hópinn. Hann náði því algjörlega fullkomlega sem þurfti fyrir þennan hóp til að létta andann,“ sagði Willum.

Umræðan í heild er í spilaranum.

Íþróttavikan er í boði Bola léttöl og Lengjunnar

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 15 klukkutímum

Forsetinn biðlar til Real Madrid

Forsetinn biðlar til Real Madrid
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum
Kemur Gyokeres til varnar
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp

Albert uppljóstrar um nöfn stórliða sem drógu sig úr viðræðum við hann eftir að kærumálið kom upp
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Salah snýr aftur

Salah snýr aftur
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl

Íþróttavikan: Stefán Pálsson fer um víðan völl
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu

Mikil reiði í garð FIFA vegna miðaverðs á HM – Kalla eftir breytingu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“

Albert svarar fyrir stríðið við Arnar Þór og fræga Twitter færslu Eiðs Smára – „Það var raunin, hann gróf sína eigin gröf og rest in peace“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni

Axel Óskar tekur slaginn áfram með Aftureldingu í Lengjudeildinni
433Sport
Í gær

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi

Telja að letjandi umhverfi á Íslandi sé ástæða þess að ungir menn koma heim – Geti þrefaldað sig í launum hér á landi
433Sport
Í gær

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“

Albert fer yfir daginn þar sem alþjóð frétti af því að hann væri sakaður um nauðgun – „Ég vissi hvað gerðist þetta kvöld“
Hide picture