fbpx
Mánudagur 27.október 2025
Pressan

Trump sagður vera búinn að velja utanríkisráðherra – ekki endilega góðar fréttir fyrir Úkraínu

Pressan
Þriðjudaginn 12. nóvember 2024 08:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Donald Trump, verðandi forseti Bandaríkjanna, er sagður vera búinn að velja öldungadeildarþingmanninn Marco Rubio sem utanríkisráðherra sinn.

Reuters greindi frá þessu í gærkvöldi og hafði eftir heimildum sínum.

Rubio þykir nokkuð harður í horn að taka og bendir Reuters á að hann hafi talað fyrir agressífari stefnu í utanríkismálum Bandaríkjanna gagnvart Íran, Kína og Kúbu.

Ljóst er að mikið mun mæða á Rubio fari svo að hann verði valinn, enda geisa stríð í Úkraínu og í Mið-Austurlöndum auk þess sem Kínverjar eru farnir að halla sér meira upp að Rússum og Írönum.

Í umfjöllun Reuters kemur fram að Úkraínustríðið verði ofarlega á blaði hjá Rubio og talið líklegt að hann muni freista þess að stilla til friðar á milli Rússa og Úkraínumanna.

Bent er á það að hann hafi nýlega sagt að Úkraínumenn þyrftu að ganga að samningaborðinu við Rússa í stað þess að einblína á að endurheimta allt það landsvæði sem þeir hafa tapað í stríðinu í austurhluta landsins. Úkraínumenn hafa ekki tekið það í mál að gefa eftir landsvæði.

Loks er bent á að það að Rubio hafi verið einn af 15 öldungadeildarþingmönnum Repúblikana sem kusu gegn 95 milljarða dollara aðstoðarpakka við Úkraínu sem samþykkur var í apríl síðastliðnum.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum

Segir þetta valda frjósemisvanda Pólverja og að ekki sé hægt að leysa hann með peningum
Pressan
Í gær

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu

Trump hækkar tolla á Kanada út af auglýsingu
Pressan
Fyrir 2 dögum

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?

Geta karlar fengið fæðingarþunglyndi?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum

Lofuðu að afhjúpa gagnrýnendur Charlie Kirk en stálu svo milljónum af MAGA-liðum
Pressan
Fyrir 4 dögum

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“

Kynbomban segir sögusagnir um andlát sitt ótímabærar – „Mér líður vel“
Pressan
Fyrir 4 dögum

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu

Andrés prins var með starfsmannanet til að veiða konur til kynlífs – Hann var með týpu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun

Morðinginn vill ekki greiða fjölskyldum fórnarlamba sinna meira – Segir þær hafa fengið nóg úr GoFundMe-söfnun
Pressan
Fyrir 5 dögum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum

Andrés Bretaprins á ekki sjö dagana sæla – Fyrrum diplómati bendir á framferði hans í Tælandsferðum