Stuðningsmenn Chelsea og enska landsliðsins óttast það að Cole Palmer spili ekki næstu leiki eftir myndband sem birtist af honum.
Palmer virkaði bara meiddur í 1-1 jafnteflinu gegn Arsenal um helgina.
Eftir leik var svo þessi frábæri leikmaður mjög haltur þegar hann gekk af Stamford Bridge.
Palmer á að mæta til móts við enska landsliðið í dag en miðað við ástandið í gær verður að teljast tæpt að hann spili.
Enski landsliðsmaðurinn hefur verið í frábæru formi á þessu tímabili.
Cole Palmer limping out after the game. Hopefully he’s fine for England https://t.co/GYTWWOg66S pic.twitter.com/5DhonkeyVM
— Rahman osman (@iamrahmanosman) November 10, 2024