fbpx
Þriðjudagur 09.september 2025
Fréttir

Myndband: Svartur mengunarreykur frá líkbrennslunni leggst yfir nærliggjandi skóla

Björn Þorfinnsson
Föstudaginn 8. nóvember 2024 11:40

Svartur reykur frá líkbrennslunni í morgunsárið

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Börnin nýmætt í leikskólann í morgunmat. Já, það er vissara að hafa gluggana lokaða og börnin inni!,“ skrifar Matthías Kormáksson, formaður foreldrafélags leikskólans Sólborgar og deilir neðangreindu myndbandi þar sem sjá má svartan mengunarreyk leggja frá Bálstofunni í Fossvogi, einu líkbrennslu landsins, nú í morgunsárið. Bálstofan, sem uppfyllir ekki kröfur Heilbrigðiseftirlitsins um viðeigandi mengunarvarnir, er í næsta nágrenni við nokkra skóla og leikskóla, þar á meðal leikskólann Sólborg sem er nánast í bakgarði líkbrennslunnar.
63123e90-c9fa-4191-8dd3-da533a91684c
play-sharp-fill

63123e90-c9fa-4191-8dd3-da533a91684c

„Og þetta er daglegt brauð,“ segir Matthías í umræðum um færsluna sem hefur vakið sterk viðbrögð.
Í gær birti Matthías grein fyrir hönd foreldra leikskólans þar sem fram kom að þau væru búin að fá sig fullsadda af aðgerðarleysi yfirvalda og kröfðust þess að lausn yrði fundin á vandanum. Mengunarreykurinn hefði slæm áhrif á starfsfólk og börnin sem sækja leikskólann.
Ekki væri möguleiki að laga líkbrennsluofnanna og því væri eina lausnin að byggja nýja bálstofu hið fyrsta sem uppfyllti nútímakröfur. Það þyrfti hið opinbera að gera í hvelli eða hleypa einkaaðilum að borðinu. Greindi Matthías meðal annars frá því að sjálfseignastofnunin Tré lífsins væri í startholunum varðandi byggingu nýrrar líkbrennslu en sjálfseignastofnunin hefði ekki enn hlotið blessun yfirvalda varðandi starfsemina.
Í færslu á Facebook-síðu Tré Lífsins kemur fram að allt sé til reiðu til að hefja framkvæmdir, fjármagn, leyfi og deiliskipulag en málinu sé haldið í gíslingu innan stjórnkerfisins.

Hér má kynna sér umrædda færslu:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru

Magga Frikka fær að leggja fram bréf um meint framhjáhald Barböru
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Braut rúðu í lögreglubíl með því að skalla hana

Braut rúðu í lögreglubíl með því að skalla hana
Fréttir
Í gær

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“

Leó páfi tekur fimmtán ára dreng í dýrlingatölu – „Gerið líf ykkar að meistaraverki“
Fréttir
Í gær

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið

Alvarlegt mótorhjólaslys á Fjallabaksleið
Hide picture