fbpx
Föstudagur 07.nóvember 2025
Pressan

Farþegi kastaði af sér þvagi í farþegarými í flugi til Tenerife

Pressan
Þriðjudaginn 5. nóvember 2024 12:36

Ryanair lætur finna fyrir sér.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hættulegt atvik varð um borð í farþegaflugvél frá Ryanair sem flaug frá Bretlandi til Tenerife nýlega, vegna hegðunar farþega um borð. Þurfti flugstjóri að breyta flugleiðinni til að komast fyrr en áætlað var til lendingar á Tenerife. Flugumferðastjórar á Tenerife rýmdu svæði fyrir vélinni á flugvellinum vegna þessarar óvæntu breytingar.

Frá þessu er greint í Canarian Weekley. Segir í fréttinni að farþeginn hafi meðal annars migið á ganginn á milli sætaraðanna í vélinni.

Maðurinn var handtekinn strax eftir lendingu á Tenerife. Lögreglumenn komu um borð og leiddu hann í burtu. Má hann búast við ákæru og dómi fyrir athæfi sitt.

Flugumferðarstjórar á Tenerife greindu frá því á samfélagsmiðlinum X að áhöfn vélar í flugi frá Bretlandi hafi kallað eftir lögregluaðstoð vegna órólegs farþega um borð. Segir að flugumferð hafi verið forgangsraðað til að hliðra til fyrir lendingu vélarinnar fyrir áætlaðan lendingartíma.

Sjá nánar á Canarian Weekly.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 dögum

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann

Ótrúlegt sakamál í Bretlandi – Bæjarfulltrúi ákærður fyrir að kúga þingmann
Pressan
Fyrir 3 dögum

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden

George Clooney: Mistök að láta Kamölu Harris taka við af Biden
Pressan
Fyrir 4 dögum

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni

Áhrifavaldur á Youtube ákærður fyrir dreifa barnaníðsefni
Pressan
Fyrir 4 dögum

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa

Einstakt flöskuskeyti fannst í Ástralíu – Afkomendurnir agndofa