fbpx
Mánudagur 10.nóvember 2025
Fréttir

Össur segir að Kamala sigri – „Skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut“

Kristinn H. Guðnason
Sunnudaginn 3. nóvember 2024 19:30

Össur segir að nýir kjósendur kjósi frekar Harris.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Össur Skarphéðinsson, fyrrverandi utanríkisráðherra, telur að Kamala Harris vinni forsetakosningarnar á þriðjudag. Segir hann að kannanir bendi til þess.

„Kamala Harris mun sigra,“ segir Össur í færslu á samfélagsmiðlum. „Þó RÚV og amerískir stórmiðlar klifi stöðugt á því að Kamala Harris og Donald Trump séu hnífjöfn í aðdraganda bandarísku forsetakosninganna hafa um töluvert skeið verið skýrar vísbendingar um að Harris sé á sigurbraut. Það telur alla vega spástofan á Vesturgötu.“

Gullstandarinn í könnunum

Segir Össur að á lokaviku kosningabaráttunnar sé það greinilegt að fylgið sé að falla með Harris. Skýrasta dæmið sé ný könnun sem sýni Harris með forystu í Iowa (47 á móti 43 prósentum), sem hingað til hefur verið talið öruggt herfang Trump. Könnunin var gerð af Des Moines Register, sem sé „gullstandardinn“ í skoðanakönnunum vestra og hafi farið nálægt úrslitum í tveimur síðustu forsetakosningum. Þessi könnun gefi til kynna að fylgið sé að „breika“ með Harris þar sem og í sveifluríkjum.

„Kastljósið hefur mest verið á “ryðbeltinu” svokallaða; Michican, Wisconsin og Pennsylvaníu. Könnun frá Marist, virtri stofnun,sem birtist á föstudag, sýndi Harris með 3% umfram Trump í Michican, og 2% í Wisconsin. Svo hefur það m.o.m. verið um langt skeið. Í ryðbeltinu skiptir Pennsylvanía með sína 19 kjörmenn þó langmestu máli; án sigurs þar á Trump enga raunhæfa leið til að ná þeim 270 kjörmönnum sem þarf til að sigra. Vinni Harris þar, þá er hún í reynd búin að sigra forsetakosningarnar,“ segir Össur. „Rétt er, að í Pennsylvaníu hefur verið mjög mjótt á munum. Munurinn hefur hins vegar í langflestum tilvikum fallið með Harris – sé horft á óumdeildar, óháðar könnunarstofur – þó stundum hafi hann leikið á prósentubrotum. Nýjasta könnunin frá YouGov, sýnir líkt og könnunin í Iowa að Kamala Harris virðist í sókn; er komin með 3% forskot í Pennsylvaníu.“

Nýir kjósendur kjósi Harris

Þá megi túlka nýskráningar, þátttöku og lýðfræðilegu niðurbroti í utankjörfundaratkvæðagreiðslu í Pennsylvaníu Harris í vil. Veruleg aukning sé hjá þeim sem eru að kjósa í fyrsta sinn, drjúgur meirihluti þeirra kjósi Harris. Hjá eldri kjósendum sé taflið að snúast, frá Trump til Harris.

„Engar vísbendingar hef ég séð þrátt fyrir yfirlegu síðustu vikur og daga, sem réttlættu frétt RÚV í fyrradag – sem hefur tveggja manna lið í Pennsylvaníu – um að Trump væri að sópa upp fylginu í því ríki. Það er einfaldlega tóm þvæla,“ segir Össur.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár

Helga Vala varpar ljósi á ótrúlegan biðtíma: Sú staða getur komið upp að barn hafi ekki hitt foreldri sitt í tvö ár
Fréttir
Fyrir 14 klukkutímum

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra

Gullgrafaraæði á bílastæðamarkaði: FÍB áætlar að tekjurnar hafi verið svona háar í fyrra
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila

Týndi drengurinn í Flórída sagður í öruggum höndum þó lögregla leiti hans enn – Flókin forræðisdeila
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu

Stórleikarinn í dramatískri opinberri deilu við fyrrum ástkonu
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan

Þuríður vill að ökunemar sem taka próf á sjálfskiptan bíl fái líka réttindi á beinskiptan
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“

Páll flutti til Noregs og ber saman lífsgæði þar og á Íslandi – „Við eigum pening um hver mánaðamót“