fbpx
Sunnudagur 25.maí 2025
433Sport

Enski deildabikarinn: Brentford áfram eftir vítakeppni – Hákon settur á bekkinn

Victor Pálsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 22:07

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Brentford tókst að leggja lið Sheffield Wednesday í kvöld en leikið var í enska deildabikarnum.

Venjulegum leiktíma lauk með 1-1 jafntefli en Brentford hafði að lokum í vítaspyrnukeppni og fer áfram.

Hákon Rafn Valdimarsson er leikmaður Brentford en hann sat á bekknum í viðureigninni eftir að hafa fengið að spila í sömu keppni fyrr á árinu.

Southampton mætti Stoke á sama tíma í hörkuleik en fimm mörk voru skoruð á St. Mary’s vellinum.

Stoke lenti 2-0 undir í þessum leik en kom til baka og tókst að jafna leikinn í 2-2.

Bree tryggði Southampton hins vegar sigur í leiknum en hann kom boltanum í netið á 88. mínútu í 3-2 sigri.

Southampton var 80 prósent með boltann í leiknum og var mun sterkari aðilinn og fer líklega verðskuldað áfram í næstu umferð.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Klopp mætir aftur á Anfield

Klopp mætir aftur á Anfield
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt

Besta deildin: Vestri og Víkingur með sigra – Jón Þór sá rautt
433Sport
Í gær

Sunderland aftur í úrvalsdeildina

Sunderland aftur í úrvalsdeildina
433Sport
Í gær

Banna Neville frá því að mæta á völlinn á morgun

Banna Neville frá því að mæta á völlinn á morgun