fbpx
Sunnudagur 07.september 2025
433Sport

Eiður Aron búin að rifta samningi við Vestra en gæti verið áfram

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 29. október 2024 15:00

Screenshot

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Eiður Aron Sigurbjörnsson hefur rift samningi sínum við Vestra. Þetta staðfestir Samúel Samúelsson í samtali við 433.is. Varnarmaðurinn var með ákvæði í samningi sínum.

Ekki er þó útilokað að Eiður semji aftur við félagið sem hélt sér uppi í Bestu deildinni á laugardag.

Eiður gekk í raðir Vestra fyrir tímabilið frá ÍBV, gerðist það nokkuð óvænt.

Varnarmaðurinn knái var valinn besti leikmaður Vestra á liðnu tímabili en liðið hélt lokahóf á laugardagskvöld.

Eiður er 34 ára gamall miðvörður sem lék áður með ÍBV og Val hér á landi. Uppeldisfélagið hans ÍBV er komið aftur upp í Bestu deildina og Þorlákur Árnason hefur tekið við þjálfun liðsins.

Ekki er útilokað að ÍBV reyni að fá Eið Aron aftur heim en mikill áhugi er hjá Vestra að halda í kappann.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Í gær

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu

Einkunnir leikmanna Íslands eftir frábært kvöld – Tveir fá níu
433Sport
Í gær

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist

Mögnuð frammistaða á Laugardalsvelli – Flugeldasýning í síðari hálfleik þar sem Albert meiddist
433Sport
Í gær

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar

Fyrsta byrjunarlið Arnars í undankeppni HM klárt – Elías í markinu og Mikael Egill byrjar
433Sport
Í gær

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun

Landsliðið mætir Sameinuðu arabísku furstadæmunum á morgun
433Sport
Í gær

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við

Breytingar sagðar í farvatninu í Kópavogi – Segir að Eiður láti af störfum og Emil Pálsson taki við
433Sport
Í gær

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði

Ákærður í 31 lið en neitar sök í öllum liðum – Keyrði inn í mannfjöldann þegar Liverpool fagnaði