fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Sólheimajökulsmálið: Ung móðir segist hafa þurft að velja á milli þess að geyma fíkniefni eða fara út í vændi

Ágúst Borgþór Sverrisson
Mánudaginn 28. október 2024 16:26

Frá þingfestingu málsins í ágúst. Mynd: DV/KSJ

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einn sakborninganna í Sólheimajökulsmálinu, stóru fíkniefnamáli þar sem m.a. er ákært fyrir skipulagða brotastarfsemi, fíkniefnasölu – og dreifingu, og peningaþvætti, segist hafa verið í þeirri stöðu að valið hafi staðið á milli þess að fremja þau afbrot sem hún játar eða fara út í vændi.

Hún segist ekki hafa verið tilbúin að fara út í vændi og stofna lífi sínu í hættu enda eigi hún 12 ára gamla dóttur sem eigi engan annan að. En svona sé lífið orðið erfitt á Íslandi. Hún hafi ekki séð aðra leið út úr vandanum og vísaði þar til erfiðra lífskjara.

Konan játaði á sig vörslu fíkniefna en neitaði því að hafa gerst sek um skipulagða brotastarfsemi. Konan geymdi fíkniefnin ekki á heimili sínu heldur á öðru heimili. Þar fannst mikið magn fíkniefna.

Sjá einnig: Höfuðpaurinn í Sólheimajökulsmálinu ber vitni – „Þetta er ekki ég, ég kannast ekki við þetta“

Konan bar við minnisleysi í flestum spurningum saksóknara sem varðaði afritanir úr símahlerunum lögreglu. Um var að ræða hin og þessi skilaboð og konan sagði þetta vera allt of ruglingslegt til að hún gæti rifjað þetta upp.

Tvær byssur í hnakkann

Konan lýsti mikilli hörku sérsveitar og lögreglu við handtöku hennar.

„Aðdragandinn að því var bara mjög hræðilegur og traumatískur. Ég var að keyra með vini mínum heim til hans að sækja úlpu svo við gætum farið í göngutúr með hundinn minn. Þar stöðvar bara fullt af sérsveitarbílum mig og .eir rífa mig út úr bílnum. Ég fæ tvær byssur í hnakkann. Mér er skellt í handjárn og er slengt inn í klefa. Inni í klefa bið ég um að fá að hringja í minn lögmann og mér var bannað það, sem er kolólöglegt. Þeir segja að Þorgils sé verjandi annars sakbornings sem er auðvitað bara þvæla. Þeir voru bara að reyna að halda mér frá honum.“

Segir konan að lögreglumennirnir hafi sagt við hana að ef hún ætlaði að bíða eftir öðrum lögmanni þá yrði hún í fangaklefanum alla nóttina og fram á morgun. Síðan yrði henni bara hent upp á Hólmsheiði og barnið hennar tekið af henni. Því væri best fyrir hana að tjá sig án lögmanns.

Segist hún því hafa ákveðið að segja bara það sem lögreglan vildi heyra. Það væri ástæðan fyrir því að framburður hennar í skýrslutöku lögreglu væri ekki í samræmi við framburð hennar í dag, þess efnis að hún játar að hafa geymt fíkniefni gegn greiðslu en neitar að hafa tekið þátt í skipulagðri brotastarfsemi.

Réttarhöldin í málinu halda áfram og standa út vikuna enda málið gífurlega umfangsmikið og sakborningar 18 talsins, en reyndar hafa þrír játað sök samkvæmt ákæru og er því réttað yfir 15 manns.

 

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“