fbpx
Laugardagur 18.október 2025
Fréttir

Abbaðist upp á lögregluna og neitaði að fara

Ritstjórn DV
Sunnudaginn 27. október 2024 07:46

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Nóg var að gera hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í gærkvöldi og nótt eins og yfirleitt á þessum tíma vikunnar.

Meðal annars komu við sögu umferðarlagabrot, fíkniefnasala, umferðarslys þar sem gerandi stakk af, þjófnaðir og í miðborginni voru nokkrar líkamsárásir. Einna mest rými í tilkynningu lögreglunnar fékk hins vegar einstaklingur sem tók upp á því að abbast upp á lögreglumenn. Í tilkynningunni segir að óprúttinn aðili hafi verið handtekinn fyrir að standa í vegi fyrir lögreglubifreið við skyldustörf og neitað að færa sig. Aðilinn hafi ekki farið frá lögreglubifreiðinni og hafi hann verið handtekinn og fluttur á lögreglustöð. Þegar búið var að afla allra nauðsynlegra gagna hafi aðilinn neitað að fara á brott af varðsvæði lögreglu og verið þá vistaður í fangaklefa í þágu rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann

Maður sem gat ekki hætt að svíkja undan skatti dæmdur í tveggja ára atvinnurekstrarbann
Fréttir
Í gær

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi

Reykjavíkurborg selur stórt hús í miðborginni en böggull fylgir skammrifi
Fréttir
Í gær

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir

Ár liðið frá hryllingsárásinni á Hafdísi – „Þá mun ég alltaf sigra“ – Myndir
Fréttir
Í gær

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós

Fjórir hestar veiktust og einn drapst eftir að hafa verið innan girðingar ratsjárstöðvar Landhelgisgæslunnar – Orsökin óljós