Stefán Árni Pálsson, íþróttafréttamaður og stjórnandi Körfuboltakvölds á Stöð 2 Sport, var gestur Helga Fannars Sigurðssonar og Hrafnkels Freys Ágústssonar í nýjasta þætti af Íþróttavikunni á 433.is.
Risaleikur er framundan á morgun þar sem úrslitin í Bestu deild karla ráðast. Þær mætast Víkingur og Breiðablik. Halldór Árnason tók einn við Blikum fyrir leiktíðina eftir að hafa verið aðstoðarmaður Óskars Hrafn Þorvaldssonar.
„Þetta „statement“ sem þetta yrði hjá Dóra Árna, að jafna árangur læriföðursins á sínu fyrsta tímabili. Þetta yrði fáránlegur árangur,“ sagði Helgi í þættinum.
„Það yrði svakalegt og það bjóst enginn við þessu. Þegar Dóri tók við hitti ég ekki einn Blika sem var jákvæður, nema leikmennina. Þeir vildu þetta,“ sagði Blikinn Hrafnkell.
Stefán hrósaði Halldóri einnig.
„Hann er búinn að gera geggjaða hluti. Þetta er fyrsta tímabilið hans.“
Umræðan í heild er í spilaranum.