fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Eyjan

Miðflokkurinn: Tómas Ellert dregur framboð til baka og Karl Gauti líklegur oddviti – tíðinda að vænta

Eyjan
Miðvikudaginn 23. október 2024 11:27

Tómas Ellert Tómasson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Tómas Ellert Tómasson byggingarverkfræðingur sem sóttist eftir oddvitasæti Miðflokksins í Suðurkjördæmi hefur dregið framboð sitt til baka.

Í færslu á Facebook síðu sinni í morgun skrifar hann:

„Kæru vinir og félagar. Ég hef ákveðið að draga framboð mitt á lista Miðflokksins í Suðurkjördæmi til baka af persónulegum ástæðum. Ég þakka kærlega fyrir stuðninginn og hvatninguna. Þið vitið hver þið eruð ❤“

Í Orðinu á götunni hér á Eyjunni í gærkvöldi kom fram að valdabarátta væri að tjaldabaki hjá Miðflokknum í kjördæminu og að fylgismenn Karls Gauta Hjaltasonar lögreglustjóra í Vestmannaeyjum berðust af krafti gegn framboði Tómasar, sem þyki tákn nýrra tíma á meðan Karl Gauti er sagður fulltrúi fortíðarinnar.

Þá kom einnig fram að þessi valdabarátta væri talin tengjast átökum Tómasar Ellerts við Leó Árnason, eiganda fasteignafélagsins Sigtúns, sem rekur nýja miðbæinn á Selfossi, en Tómas greindi frá því á sínum tíma að Leó hefði reynt að múta honum með fjárhagsaðstoð í kosningabaráttu Miðflokksins á Selfossi gegn því að flokkurinn félli frá því að bærinn gerði tilboð í gamla Landsbankahúsið á Selfossi.

Þá kom einnig fram að Leó er viðskiptafélagi Kristjáns Vilhelmssonar, eins eiganda Samherja.

Heimildir eyjunnar herma að líklegasta niðurstaðan í framboðsmálum Miðflokksins í Suðurkjördæmi sé nú sú að Karl Gauti Hjaltason, sem áður sat á þingi fyrir Flokk fólksins og síðar Miðflokkinn eftir að honum var vikið úr flokki fólksins í kjölfar Klausturbarsmálsins, verði oddviti flokksins í komandi kosningum. Það mun þó ekki vera að fullu frágengið.

Tómas Ellert vildi engu bæta við yfirlýsingu sína á Facebook er Eyjan ræddi við hann í morgun. Sagðist hann vera sáttur við sína ákvörðun.

Samkvæmt heimildum Eyjunnar kann einhverra tíðinda vera að vænta af framboðsmálum í Suðurkjördæmi síðar í dag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið

Ole Anton Bieltvedt skrifar: Dýralæknar, starfseiður þeirra og blóðmerahaldið
Eyjan
Fyrir 3 dögum

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“

Ásmundur sendir flokksfélögum sínum pillu – „Forystan hér í bæ kom mér út af listanum“
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins

Hanna Katrín Friðriksson: Landbúnaður getur blómstrað – má ekki víkja um of frá lögmálum markaðarins
Eyjan
Fyrir 5 dögum

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins

Orðið á götunni: Margir vilja Guðlaug Þór í forystu í borginni – út með alla núverandi borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins
Eyjan
Fyrir 1 viku

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti

Hanna Katrín: Veiðigjöld eiga ekki að byggja á innanhússverði hjá fiskvinnslu og veiðum sem eru undir sama hatti
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn

Óttar Guðmundsson skrifar: Egill afi og Grettir taka stúdentinn