fbpx
Mánudagur 13.október 2025
Fréttir

Vilhjálmur birtir mynd og segir: „Um þetta eiga komandi alþingiskosningar að snúast“

Ritstjórn DV
Mánudaginn 21. október 2024 17:30

Vilhjálmur Birgisson.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, er ekki í nokkrum vafa um það hvað komandi kosningar eiga að snúast um.

Hann birti mynd á Facebook-síðu sinni um helgina sem sýnir samanburð á vöxtum húsnæðislána í ríkjum Evrópu. Það er skemmst frá því að segja að Ísland kemur ekkert sérstaklega vel út í þessum samanburði og eru vextirnir aðeins hærri í Úkraínu og Rússlandi.

„Um þetta eiga komandi alþingiskosningar að snúast um enda nauðsynlegt að taka á því vaxtaofbeldi sem heimili þessa lands hafa þurft að búa við um margra áratugaskeið,“ segir hann og bætir við að taka þurfi á þessu fjármálakerfi sem sogar til sín allt allt fjármagn frá einstaklingum, heimilum og litlum og meðalstórum fyrirtækjum.

„Að hugsa sér að frá árinu 2021 til 2024 hafa hreinar vaxtatekjur viðskiptabankana þriggja numið 462 milljörðum. Já, kerfisbreytingar á fjármálakerfinu og húsnæðismálum er mál málanna í komandi alþingiskosningum enda ekki hægt að bjóða landsmönnum upp á þetta vaxtaofbeldi stundinni lengur.“

Þó að þetta sé stóra málið nefnir Vilhjálmur annað mál sem gera þarf bragarbót á.

„Einnig þarf að ráðast tafarlaust í að auka orkuöflun á græni orku sem ýti undir og efli nýsköpun og tækniþróun og fjölgun fjölbreyttra starfa um land allt. Mikilvægt fyrir alla að átta sig á að án aukinnar verðmætasköpunar verður ekki hægt að halda úti þeirri velferð sem við viljum kenna okkur við. Við þurfum öflug vel launuð gjaldeyrisskapandi atvinnugreinar til að tryggja aukna velferð hér á landi! Munum að öll kerfi eru mannanna verk en ekki náttúrulögmál.“

Samanburðurinn sem Vilhjálmur birti:

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“

„Ég hef ekkert sérstaklega vinsælar skoðanir en ég reyni að setja það í grínbúning“
Fréttir
Í gær

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun

Viðurkenningarhátíð Jafnvægisvogarinnar 2025 – Jafnrétti er ákvörðun
Fréttir
Fyrir 2 dögum

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári

B5-ævintýri Sverris Einars endaði með 100 milljón króna gjaldþroti – Annað stóra gjaldþrotið á þessu ári
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt

Situr í súpunni eftir að hafa keypt flugmiða í vitlausa átt
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“

Segir algjört kaos hafa ríkt við brottför á Keflavíkurflugvelli – „Aðstæðurnar voru hræðilegar“
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi

Réttarhöld í meiðyrðamáli Harðar gegn Hödd í farvegi