fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Fyrsta könnun eftir stjórnarslit – Samfylking enn þá stærst og VG mælist inni

Kristinn H. Guðnason
Föstudaginn 18. október 2024 12:17

Kristrún Frostadóttir formaður Samfylkingar og Svandís Svavarsdóttir formaður VG.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vinstri græn mælast rétt svo yfir 5 prósenta þröskuldi til að fá jöfnunarþingsæti í nýrri könnun Maskínu. Þetta er fyrsta könnunin sem tekin er eftir stjórnarslit.

Samfylkingin mælist enn þá stærsti flokkur landsins með 21,9 prósenta fylgi. Miðflokkurinn enn þá næst stærstur með 17,7 prósent. Í þriðja sæti kemur Sjálfstæðisflokkurinn, sem sleit ríkisstjórnarsamstarfinu, með 14,1 prósent.

Ekki er mikill munur á fylgi Sjálfstæðisflokksins og Viðreisnar, sem mælist með 13,4 prósent. Framsóknarflokkurinn er með 8 prósent, Flokkur fólksins með 7,3 prósent og bæði Sósíalistar og Píratar með 5,2 prósent.

Þessi könnun er sú fyrsta í nokkurn tíma sem sýnir Vinstri græn yfir 5 prósent þröskuldinum, það er með 5,1 prósent.

Hinn nýji Lýðræðisflokkur Arnars Þórs  Jónssonar mælist með 0,9 prósent, langt frá þröskuldinum.

Þingsæti myndu skiptast svona:

Samfylking 14

Miðflokkur 12

Sjálfstæðisflokkur 9

Viðreisn 8

Framsóknarflokkur 5

Flokkur fólksins 5

Píratar 3

Vinstri græn 3

Sósíalistaflokkur 3

Könnunin var tekin dagana 15. til 18. október.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“

Landsmenn bregðast við eftir afhjúpun Kveiks: „Undirstrikar hvað við erum komin á skrítin stað“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið

Ólafur Þór í hálfgerðu áfalli eftir gærkvöldið
Fréttir
Í gær

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt

Sót frá líkbrennslu gerir íbúum í nágrenni Fossvogskirkjugarðs lífið leitt
Fréttir
Í gær

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka

Tveir menn reyndu að brjótast inn í hraðbanka