fbpx
Miðvikudagur 22.október 2025
433Sport

Arnór Ingvi – „Ég nenni ekki að grenja yfir dómaranum“

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 14. október 2024 21:35

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Þetta er þungt,“ sagði Arnór Ingvi Traustason miðjumaður Íslands í samtali við 433.is eftir 2-4 tap gegn Tyrkjum í kvöld í Þjóðadeildinni.

Arnór kom inn í byrjunarliðið í kvöld og átti ágætis leik en hvernig horfði leikurinn við honum?

„Við fáum 1-0 frekar snemma og við náum að halda í það og erum þéttir, svo í seinni þá fáum við snemma á okkur mark og þetta verður fram og til baka leikur.“

„Við hefðum getað tekið utan um leikinn betur, 2-2 þá finnst mér við vera með þá. Við fáum þennan skell og þeir fá augnablikið.“

Ísland fékk dæmt á sig tvær vítaspyrnur í leiknum þar sem VAR tæknin var notuð, Tyrkir skoruðu aðeins úr annari spyrnu sinni þar. Í fyrri spyrnunni fór Hakan Çalhanoğlu á punktinn eftir að boltinn fór í hendina á Sverri Inga. Hakan rann hins vegar á punktinum og sparkaði boltanum í vinstri fót sinn og þaðan í markið.

Dómari leiksins hafði því engan annan kost en að dæma markið af. Völlurinn í Laugardalnum er háll og það hafði líklega áhrif.

Íslendingar vildu fá vítaspyrnu eftir þetta en ekki var farið í skjáinn þegar augljóst var að boltinn fór í hönd Tyrkjans á línunni. Urðu margir Íslendingar reiðir út í pólska dómara leiksins.

„Ég nenni ekki að grenja yfir dómaranum, hann hefði mátt skoða þetta,“ sagði Arnór Ingvi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram

Ekki víst að leikurinn á Akureyri geti farið fram
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag

Sögusagnir um að Toney snúi aftur til London en fari nú í annað félag
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Kompany krotar undir

Kompany krotar undir
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld

Sjáðu mark Íslendingsins unga í Meistaradeildinni í kvöld
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum

Elvar segir lætin milli Þorláks og Guðmundar hafa haldið áfram eftir að slökkt var á myndavélunum