fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Mosfellsbær ætlar að bregðast við erfiðri stöðu í barnaverndarmálum

Jakob Snævar Ólafsson
Föstudaginn 11. október 2024 15:30

Ljósmynd: DV/Hanna

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vegna fréttar DV í gær um erfiða stöðu barnaverndarmála í Mosfellsbæ og mikla fjölgun tilkynninga til barnaverndar hefur Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri komið því á framfæri við fréttamann að samþykkt hafi verið í bæjarstjórn í lok ágúst að tillögur um sérstakar aðgerðir í málaflokknum verði að liggja fyrir þegar fjárhagsáætlun næsta árs verður lögð fram. Regína segir að unnið sé markvisst að gerð sérstakrar áætlunar um aðgerðir í málaflokknum.

Mikill þungi barnaverndarmála í Mosfellsbæ

Eins og fram kom í frétt DV í gær var ítarlegt minnisblað um erfiða stöðu í barnaverndarmálum meðal gagna sem fylgdu fundargerð fundar bæjarstjórnar sem fram fór í vikunni. Minnisblaðið og það sem fram kom í því var ekki sérstaklega rætt á fundinum og í fundargerð var ekkert bókað um mögulegar aðgerðir.

Í fundargerð bæjarstjórnar frá fundi hennar 28. ágúst síðastliðinn var hins vegar bókað að bæj­ar­stjórn Mos­fells­bæj­ar lýs­ti yfir þung­um áhyggj­um af stöðu fjölg­un­ar barna­vernd­ar­mála og legg­i ríka áherslu á að far­ið verði í mark­viss­ar að­gerð­ir í þágu for­varna í sam­starfi þeirra að­ila sem koma að upp­eldi og vel­ferð barna. Til­lög­ur þess efn­is skuli liggja fyr­ir við fram­lagn­ingu fjár­hags­áætl­un­ar.

Í tölvuskeyti til fréttamanns segir Regína Ásvaldsdóttir bæjarstjóri að unnið sé að áætlun sem verði lögð fram í lok október og hjá bænum hafi verið haldnar vinnustofur með helstu sérfræðingum bæjarins í barnaverndarmálum, bæði á velferðarsviði og fræðslu- og frístundasviði. Þá hafi verið haldinn opinn fundur með foreldrum nemenda á unglingastigi grunnskólum í bænum og kallað eftir tillögum og í næstu viku verði fundur með foreldrum nemenda á miðstigi. Þá hafi málið einnig verið rætt við ungmennaráð og tillögur fengnar frá ráðinu.

„Við munum því setja fram heildstæða áætlun til að mæta þessari stöðu,“ segir Regína.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 20 klukkutímum

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“
Fréttir
Í gær

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“

Guðbrandur: „Í fram­hald­inu var kon­an svo niður­lægð með ýms­um fá­rán­leg­um spurn­ing­um“
Fréttir
Í gær

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala

Meint hópnauðgun á 16 ára stúlku hvorki á borði lögreglu né Landspítala