fbpx
Þriðjudagur 04.nóvember 2025
Pressan

Birta myndband af því þegar þeir flugu inn í fellibylinn

Pressan
Miðvikudaginn 9. október 2024 08:33

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Vísindamenn við bandarísku stofnunina NOAA (National Oceanic and Atmospheric Administration) flugu í gær inn í fellibylinn Milton sem búist er við að valdi miklum óskunda þegar hann skellur á strendur Flórída síðar í dag.

Stofnunin notast við tvær Lockeed WP-3D-flugvélar við rannsóknir sínar og búnaður um borð gerir vísindamönnum kleift að safna saman mikilvægum upplýsingum um styrk yfirvofandi fellibylja.

Með þessum upplýsingum er hægt að grípa til ráðstafana áður en í óefni er komið enda búnaðurinn um borð háþróaður og nákvæmur.

Meðfylgjandi myndband er tekið um borð í annarri af flugvélum stofnunarinnar, sem gengur undir nafninu Miss Piggy, og er óhætt að segja að það sé ekki fyrir flughrædda.

Eðli málsins samkvæmt var mikil ókyrrð um borð þegar vélinni var flogið inn í „auga stormsins“.

Vísindamenn gera ráð fyrir því versta þegar Milton gengur á land og hefur viðvörun verið gefin út í alls 28 sýslum í Flórída, einkum á vesturströndinni. Nokkrar milljónir manna hafa verið hvattar til að yfirgefa heimili sín og var umferðaröngþveiti á þjóðvegum Flórída í gær.

Búist er við því að fellibylurinn gangi á land í kvöld að staðartíma, eða um eða eftir miðnætti að íslenskum tíma. Hafa vísindamenn varað við því að fellibylurinn gæti orðið sá versti í Flórída í hundrað ár.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum

Foreldrar fá að sjá nöfn og myndir af dæmdum níðingum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“

Játaði til að vernda kærustuna sem svo sveik hana – „Þetta var rosaleg ást, er það ekki? Hún var banvæn“
Pressan
Fyrir 3 dögum

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi

Bandaríkjamenn íhuga að banna vinsælan netbeini – Ástæðan er þessi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi

Rifjaði upp sögu af því þegar Andrés keypti sér 40 vændiskonur á fjórum dögum í Taílandi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega

Neita að svara spurningum um einkasamkvæmi fjölskyldumeðlima í embættisbústaðnum og gagnrýna fréttaflutning harðlega
Pressan
Fyrir 5 dögum

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn

Trump harðlega gagnrýndur fyrir framkvæmd og útfærslu viðhafnarsalarins – Rak nefndina sem átti að skila umsögn