fbpx
Sunnudagur 26.október 2025
Fókus

Roxette snúa aftur

Kristinn H. Guðnason
Mánudaginn 30. september 2024 16:30

Gessle og Philipsson. Mynd/Roxette

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sænska poppsveitin Roxette er byrjuð aftur og mun halda tónleikaferðalag á næsta ári. Sveitin hætti árið 2019 þegar söngkonan Marie Fredriksen lést úr krabbameini.

Roxette var stofnuð árið 1986 og var dúó Fredriksen og Per Gessle. Gessle spilaði á gítar og söng ásamt Fredriksen.

Hljómsveitin var sannköllum smellaverksmiðja og reiddi fram hvern slagarann á fætur öðrum. Má nefna lög eins og „It Must Have Been Love“, „The Look“, „Fading Like a Flower“, „Listen To Your Heart“, „Spending My Time“ og „Sleeping in My Car“.

Er sveitin næst söluhæsta hljómsveit Svíþjóðar á eftir ABBA og seldi um 80 milljónir platna á árunum 1986 til 2019 þegar hljómsveitinni var slitið eftir dauða Fredriksen. En Roxette kom síðast fram á tónleikum í Höfðaborg í Suður Afríku í febrúarmánuði árið 2016.

Lena Philipsson

Nú hefur Gessle tilkynnt endurkomu og tónleikaferðalag um heiminn á næsta ári þar sem flutt verða öll þekktustu lög sveitarinnar.

Ný söngkona Roxette heitir Lena Philipsson, 58 ára að aldri. Philipsson hefur gefið út poppplötur frá árinu 1986 og er vel þekkt í heimalandinu. Íslendingar þekkja hana sennilega best úr Eurovision árið 2004, þar sem hún flutti lagið „It Hurts“ og hafnaði í fimmta sæti.

Ekki hægt að koma í stað Marie

„Þetta snýst allt um Roxette lögin mín, þetta stóra safn af lögum og textum sem ég samdi í meira en þrjá áratugi. Ég er ekki að stofna nýtt dúó. Það er ekki hægt að koma í stað Marie. En ég er mjög heppinn að hafa fundið ótrúlega rödd og frábæra framkomu í Lenu Philipsson,“ sagði Gessle í viðtali við tímaritið The Senior.

Hljómsveitin sem leikur með samanstendur af Christoffer Lundqvist, Magnus Brjeson, Magnus Eriksson, Dea Norberg, Clarence Ofwerman og Jonas Isacsson. En hinir tveir síðastnefndu störuðu áður með sveitinni.

Tónleikaferðalagið byrjar í Wolverhampton í Bretlandi þann 19. janúar næstkomandi. Eftir það eru skiplagðir fleiri tónleikar í Bretlandi, Suður Afríku, Ástralíu og í Þýskalandi þar sem Roxette hefur alltaf verið sérstaklega vinsæl hljómsveit.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“

Sonur Ásu Steinars kominn með nafn – „Þetta fór ekki eins og við höfðum planað“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“

Lífið snerist á hvolf þegar hún hryggbrotnaði – „Mér var sagt að englar hefðu vakað yfir mér og ég trúi því“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“

Símon rífur í sig leikrit Baltasars Kormáks og Ólafs Jóhanns: „Var þetta allt og sumt?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York

Stórstjarna úr Hollywood nær óþekkjanleg í neðanjarðarlest New York
Fókus
Fyrir 4 dögum

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins

Harðlega gagnrýnd fyrir taktlausa færslu til eiginmannsins
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar

„Ertu alltaf að afsaka þig?“ – Hættu því og gerðu þetta frekar