fbpx
Miðvikudagur 30.apríl 2025
Fréttir

Verkfall á hjúkrunarheimilum framundan ef samningar nást ekki á mánudag

Ragna Gestsdóttir
Laugardaginn 28. september 2024 13:33

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og frambjóðandi Sósíalistaflokksins. Mynd: Skjáskot/RÚV

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fundur í kjaraviðræðum Eflingar við Samtök fyrirtækja í velferðarþjónustu fer fram hjá ríkissáttasemjara á mánudag, en nokkrir fundir hafa þegar verið haldnir. Krefst Efling sambærilegra launahækkana og í síðustu kjarasamningum annarra hópa.

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, segir að ef niðurstaða fáist ekki á fundinum fari af stað undirbúningur verkfallsaðgerða.

RÚV greinir frá.

„Undirmönnun og ofurálag er viðvarandi vandamál á hjúkrunarheimilum og hefur ömurleg áhrif á starfsaðstæður Eflingarfélaga,“ segir Sólveig Anna.

Kjarasamningar hafa verið lausir frá því í vor, en um 2.300 félagar í Eflingu starfa við umönnun á hjúkrunarheimilum, 82,5% þeirra eru konur.

„Staðan er sú að í það minnsta tíu ár hafa viðmið um mönnun ekki náðst. Það hefur haft þær afleiðingar að Eflingarfólk þarf einfaldlega að taka á sig sífellt fleiri verkefni, hlaupa hraðar og vinna meira. Nú er svo komið að við ætlum að krefjast þess að raunverulegar úrbætur komi svo þetta ástand líðist ekki lengur. Við erum ekki tilbúin að skrifa undir fjögurra ára kjarasamning, líkt og við höfum gert fyrir hönd annarra, nema að ásættanleg lausn finnist,“ segir Sólveig Anna í samtali við Vísi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“

Sigríður Björk bregst við njósnamálinu: „Að sjálfsögðu höfum við áhyggjur af því“
Fréttir
Fyrir 11 klukkutímum

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“

Vilhjálmur sár eftir freklega innrás í einkalíf hans – „Dætur mínar tvær eru í viðkvæmri stöðu“
Fréttir
Í gær

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“

Björgólfur Thor sagður hafa borgað 33 milljónir fyrir njósnir gegn aðilum tengdum hópmálsókn gegn sér – „Ég er bara mjög sleginn yfir þessu“
Fréttir
Í gær

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust

Davíð varð olnbogabarn skólakerfisins eftir höfuðhögg sem hann varð fyrir 9 mánaða gamall – Kallar eftir breytingum því við hljótum að vera að gera eitthvað vitlaust
Fréttir
Í gær

Strengslit Mílu við Laugarbakka

Strengslit Mílu við Laugarbakka
Fréttir
Í gær

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag

Minnir á að símar og akstur fara ekki saman eftir óhugnanlegt slys ungrar dóttur sinnar á sunnudag
Fréttir
Í gær

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“

Ökumaður á gráum jeppa flúði eftir að hafa keyrt á hjólreiðamann á hættulegum gatnamótum – „Þarna fara fjöldamörg skólabörn um á morgnana“
Fréttir
Í gær

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“

Segir samskiptaráðgjafa ÍSÍ hafa platað sig í viðtal og horft fram hjá 75 jákvæðum umsögnum – „Mér finnst glæpur, þetta álit“