fbpx
Sunnudagur 18.maí 2025
433Sport

Sjáðu jöfnunarmark Manchester City á lokasekúndunum gegn Arsenal

Victor Pálsson
Sunnudaginn 22. september 2024 17:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal var nálægt því að vinna magnaðan sigur í ensku úrvalsdeildinni í dag er liðið mætti meisturum Manchester City.

Leikið var í Manchester þar sem heimamenn tóku forystuna eftir aðeins níu mínútur er Erling Haaland komst á blað.

Riccardo Calafiori jafnaði metin fyrir Arsenal með frábæru marki ekki löngu síðar en hann átti gott skot fyrir utan teigs.

Varnarmaðurinn Gabriel skoraði svo annað mark Arsenal undir lok fyrri hálfleiks en hann skallaði boltann í netið eftir hornspyrnu.

Áður en flautað var til leiks fékk Leandro Trossard rautt spjald hjá gestunum en hann safnaði tveimur gulum spjöldum og var sendur í sturtu.

City pressaði stíft að marki Arsenal allan seinni hálfleikinn og náði að lokum að jafna metin á 98. mínútu eftir hornspyrnu.

John Stones kom boltanum í netið eftir smá vandræði innan teigs og tryggði heimamönnum stig.

Hér má sjá mark Stones.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur

Virðist hafa breytt um skoðun eftir rauða spjaldið – 100 prósent líkur á að annar verði keyptur
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“

Haaland fékk óvænta heimsókn frá ‘gamla skólanum’ – ,,Hann er goðsögn í leiknum“
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi

Fær 350 milljónir ef þeir vinna leikinn mikilvæga – Starfið í húfi
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar

Real Madrid gæti sært Liverpool enn meira næsta sumar