fbpx
Mánudagur 11.ágúst 2025
Eyjan

Þorgerður Katrín: Börn eiga ekki að vera á biðlistum – vantar verkstjórn hjá ríkisstjórninni

Eyjan
Föstudaginn 20. september 2024 16:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Börn eiga ekki að vera á biðlistum. Þetta ætti að vera grundvallar prinsipp í okkar stjórnsýslu en að undanförnu hefur börnum á biðlistum fjölgað. Það vantar verkstjórn í þessum málaflokkum og þótt Ásmundur Einar reyni að gera vel er hann svolítið einn í því. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir er gestur Ólafs Arnarsonar í hlaðvarpi Eyjunnar.

Hlusta má úr brot úr þættinum hér:

Þorgerður Katrín - sept2024 - 2.mp4
play-sharp-fill

Þorgerður Katrín - sept2024 - 2.mp4

„Það er eitt að hafa ríkisstjórn sem er samstiga um ómögulega sem ágæta hluti, en við höfum ríkisstjórn sem gerir ekki neitt. Ég hef verið að draga fram að þegar þú ert í ríkisstjórn og það þarf að draga vagninn og það þarf að fara í ákveðin verkefni, erfið, góð eða slæm verkefni, en þá þarftu að taka ákvörðun, þá þarftu að segja annað hvort já eða nei. Ekki draga þjóðina áfram á asnaeyrunum í því að fylgja þessum ákvörðunum ríkisstjórnar,“ segir Þorgerður Katrín.

Hún segir þetta sjást í orkumálum og svo mörgum öðrum málaflokkum, en fyrst og síðast í efnahagsmálunum „Við erum að sjá líka í þessu sérstaka ástandi sem er í dag og við finnum þessa andlegu líðan fólks, ekki síst ungs fólks. Maður hefði viljað sjá meira afgerandi skref tekin fyrr og meira tal, þvert á ráðuneytin og stofnanir, en um leið ætla ég líka að segja að það er ábyrgðarhluti að vera líka í stjórnarandstöðu og reyna líka að ýta á þau verkefni sem skipta máli og sýna að það er samstaða um ákveðin verk, og það er svo sannarlega samstaða – mér finnst gott að finna hana á þingi þegar kemur að þessum risamálum samtímans, sem eru, eins og ég segi: þessi kvíði, þessi depurð og óöryggi unga fólksins okkar. Við verðum einfaldlega að taka utan um þau alls staðar í stjórnkerfinu og okkur hefur ekki tekist nægilega vel upp með það í dag,“ segir hún.

Hún heldur áfram: „Talandi um já eða nei hjá ríkisstjórninni; það er alla vega ekki að ganga upp hjá henni með biðlista barna. Nú eru þrjú þúsund börn á biðlistum, Ólafur. Börn eiga ekki að vera á biðlista. Það er bara eitt af þessum prinsippmálum sem við eigum bara að setja okkur og vera uppi á vegg í stjórnarráðinu öllu: Börn eiga ekki að vera á biðlistum.“

Þorgerður Katrín segir að gera þurfi betur og taka heildstætt utan um t.d. geðheilbrigðisþjónustuna. „Við erum að tala um líka biðlista inn á heilsugæslurnar. Þetta er svo víða. Við erum búin að fara víða Í viðreisn, við erum búin að heimsækja skóla um allt land. Þetta kerfi talar ekki saman. Það vantar verkstjórn þarna. Um leið þá vil ég samt segja að Ásmundur Einar er að reyna að gera það sem hann getur en mér hefur fundist hann vera stundum svolítið einn.“

Hægt er að hlusta á hlaðvarpið í heild sinni hér:

Einnig er hægt að hlusta á Spotify.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 1 viku

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli

Segir Sjálfstæðisflokk og Framsókn hafa gert andstöðu við atkvæðagreiðslur að sérstöku baráttumáli
Eyjan
Fyrir 1 viku

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“

Kolla hlustaði á tvo áhyggjufulla Sjálfstæðismenn tala um flokkinn sinn – „Voru þeir að gera nokkuð sem þeim féll greinilega þungt“
Eyjan
Fyrir 1 viku

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu

Foringi herforingjastjórnarinnar hrósaði Trump sem aflétti þá refsiaðgerðum og tollum gagnvart landinu
EyjanFastir pennar
Fyrir 1 viku

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?

María Rut Kristinsdóttir skrifar: Er samtal svona hættulegt?
Eyjan
Fyrir 2 vikum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum

Björn Jón skrifar: Keisarinn veginn á kamrinum
EyjanFastir pennar
Fyrir 2 vikum

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi

Sigmundur Ernir skrifar: Við erum enn á móti litasjónvarpi
Hide picture