fbpx
Fimmtudagur 18.september 2025
Fréttir

Hefur bragðið á þjóðarrétti Íslendinga breyst? SS segir málið tekið alvarlega

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 19. september 2024 09:40

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Margir Íslendingar virðast vera þeirrar skoðunar að bragðið á SS-pylsunni, sem fengið hefur viðurnefnið þjóðarréttur Íslendinga, hafi breyst. Athygli var vakin á þessu í Bítinu á Bylgjunni í gærmorgun þar sem þáttastjórnendurnir, Heimir Karlsson og Lilja Katrín Gunnarsdóttir, sögðust meðal annars hafa tekið eftir þessu.

Þau buðu hlustendum svo að hringja inn í þáttinn og er óhætt að segja að allar línur hafi verið rauðglóandi. „Ég er alveg sammála Lilju. Þetta er eitthvað annað bragð. Það er bara allt, allt öðruvísi heldur en venjulega,“ sagði einn hlustandi og fleiri tóku í svipaðan streng.

Enginn sem má fikta í uppskriftinni

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, sem framleiðir hinar sígildu pylsur, var svo fenginn til að fara yfir málið í þættinum í morgun þar sem hann sagði fyrirtækið taka það alvarlega ef fólk upplifir einhver frávik í vörum frá fyrirtækinu, og breytir þá engu hver varan er.

„Við þökkum fyrir það og gerir það að við förum og skoðum hvort eitthvað hafi breyst eða hvað hefur breyst,“ sagði Steinþór í þættinum í morgun.

Hvað SS-pylsurnar varðar og hvort eitthvað hafi breyst segist Steinþór hafa kafað ofan í sögu fyrirtækisins. Komst hann að því að SS byrjaði að framleiða pylsur árið 1908 og núverandi uppskrift sé óbreytt frá árinu 1930.

„Það er náttúrulega enginn sem hefur heimild til að breyta þessari uppskrift. Ekki ég eða einn eða neinn. Þannig að það er ekki fiktað í uppskriftinni,“ sagði Steinþór sem benti á að vissulega væri mikil þróun í tækjabúnaði og hugsanlegt sé að það verði smávægileg breyting með nýjum búnaði. „Við auðvitað munum kafa í þetta núna og erum þakklát fyrir að fá þessar ábendingar.“

Munu velta öllum steinum við

Steinþór tók fram að gæðaeftirlitið væri mikið hjá SS og þannig væri hver einasta lota smökkuð áður en hún fer út í búð. Þá séu allar pylsur gegnumlýstar með röntgen áður en þær fara úr húsi. „Þannig að við gerum allt sem hægt er til að tryggja gæðin svo það séu engin frávik. En það er greinilegt þarna að fólk er að upplifa einhverja breytingu þannig að við munum velta við öllum steinum og finna út úr því.“

Aðspurður hvort fyrirtækið hafi skipt nýlega út tækjum sagði Steinþór svo ekki vera. Nýir reykskápar hafi verið teknir í notkun fyrir um tólf árum og síðan þá hafi lítið breyst í tækjabúnaði. Heimir benti honum á að einn hlustandi hefði einmitt bent á að reykingin væri eitthvað öðruvísi og sagði Steinþór að það væri áhugaverður punktur.

„Það er líka alltaf verið að gera vörurnar hollari. Hér áður fyrr var reykur framleiddur með bruna og það er vitað að þegar þú framleiðir reyk þannig þá fylgja því óæskileg efni sem þú vilt ekkert endilega fá í líkamann. Þannig að fyrir tólf árum breyttum við yfir í svokallaðan fljótandi reyk. Þá eru reykefnin framleidd en síðan hreinsuð úr þeim óæskileg efni og framleiddur reykur úr þessu. En það er langt síðan þetta var, sennilega tólf ár.“

Heimir benti á að það þyrfti ekki mikið að breytast í mat sem við þekkjum vel, SS-pylsum til dæmis, til að við finnum muninn. Steinþór tók undir það og ítrekaði að fyrirtækið muni leggjast yfir málið. „Við erum með nokkra þarna hjá okkur sem eru með mjög öfluga bragðlauka og finna það ótrúlegasta,“ sagði hann.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Steinþór hér.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 21 klukkutímum

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar

Segja Rauðagerðismálið kalla á breytingar
Fréttir
Fyrir 22 klukkutímum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum

Með stútfullan farangur af fíkniefnum og sterum – Geymdi amfetamínbasa í tveimur vínflöskum
Fréttir
Í gær

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“

Framhaldsskólanemi gagnrýnir Höllu fyrir fund með forseta Kína – „Einstaklega grimmur einræðisherra“
Fréttir
Í gær

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“

Hildur kallar eftir að borgaryfirvöld staðsetji sig í raunheimum – „Fullkomlega óraunhæft og stenst ekki kröfur venjulegs fólks“
Fréttir
Í gær

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin

Flow kemur með hugleiðslu inn í fangelsin
Fréttir
Fyrir 2 dögum

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist

NTÍ skammar sveitarfélög fyrir að skipuleggja hús á hættusvæðum – Tjón á nýlegum byggingum aukist
Fréttir
Fyrir 2 dögum

UNiO er ný stafræn markaðsstofa

UNiO er ný stafræn markaðsstofa
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“

Andri bendir á hatrið sem Charlie Kirk boðaði – „Hugnaðist til dæmis ekki að sitja í flugvél með svörtum flugmanni“